Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Síða 150

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Síða 150
Múlaþing Þú minnist á Björn afa minn í Húsey. Hann var merkilegur karl, sem jeg harma að hafa ekki haft stráksvit til að ræða meira við og láta segja mjer meira en jeg gerði. Hann var ágœtlega greindur, stálminnugur og margfróður og hefi jegþar um sögusögn annarra t.d. Einars Jónssonar. Hann hafði einlœgt verið sárfátœkur, en létþað ekki drepa fróðleiksáhuga sinn þótt hann œtti fárra kosta völ um lestur bóka, sem þá voru ekki á hverju strái. Hann hafði yndi af að ræða við menn um landsins gagn og nauðsynjar ogþað, sem gerðist út íþeim stóra heimi. Mjer er sagt að hann hefði verið mikill Björns Jónssonar maður og kunni víst utanað Isafoldþeirra tíma og mun enda hafa haldið það blað í lengstu lög. Það voru góð húsakynni í Austurbænum í Húsey á þeirra tima mælikvarða og oft gestkvœmt og þá kom gamli maðurinn austur til að skrafa við gestina og Ijek á alls oddi, spurði frjetta, sagði frá oggaman hafði hann af 'að koma af 'stað umræðum um landsmál og varþá í essinu sínu til að rökræða ef einhver var á annarri skoðun þar en hann sjálfur og hjelt fram sínu máli hver sem í hlut átti, en œtíð í Ijettum og elskulegum tón. Jæja Gísli minn. Jeg veit ekki hvaða ósköpþú ert búinn að fá mig til að romsa upp og kemurþar til, meðal annars, að jeg veit að þú ert fróður maður og hefir áhuga fyrir öllu varðandi hið liðna, mönnum og málefnum. Um heimboðþitt til okkar hjónanna vildi jeg segja að vissulega hefðum við hjónin áhuga fyrir að þiggja það þegar vel stæði á fyrirykkur og okkur á nœsta sumri. Við sjáum nú hvað setur. Með bestu kveðjum og óskum. Viðbót: Fyrir nokkru flutti Sigurður Jónsson frá Haukagili sinn vikulega vísnaþátt og las, meðal annars vísuna ,,Eg á von á vænum kút“, sem hann taldi vera eftir Björn Björnsson bróður Valdim. Björnssonar. Jeg hringdi til hans og sagði að sú vísa vœri eftir Pál Olafsson og tekin úr Ijóðabrjefi Páls til Jóns Jónssonar, eldra, Bakkagerði. Sigurður sagðist hafa tekið, eða fengið, vísuna úr kunningjabrjefi frá Birni, þar sem hann hefði ekki haft hana í gœsalöppum ogþví tekið hana sem orta af Birni. Sigurður sagði að Ben. Gíslas. frændi þinn vœri einnig búinn að hringja til sín og segði það sama og jeg. Kvaðst Sigurður leiðrj. þetta í næsta vísnaþœtti sínum. I þessu símarabbi okkar Sig. sagði hann að nú væri fundin enn kvœðasyrpa eftir Pál og mundi það vera Ijóð, sem Jón 01. hefði ráðgert að kœmu út í 3ja bindi 1. útg. Syrpa þessi skildist mjer að fundist hefði í blaðarusli eftir Björn Kalman og erþað ekki ólíklegt, enda í samræmi við það sem Björn sagði mjer eitt sinn, að hann væri að safna enn kvæðum eftir föður sinn. Þetta er merkileg frjett og syrpan vafalaust girnileg til fróðleiks. Blessaður - Halldór. Brjefsauki II. A þingi í gær var til umrœðu rannsókn á jarðhita, fl. - m. Karl Kristjánsson o.fl. Jeg talaði þar fáein orð um nauðsyn þess að gera frekari rannsókn á Austurlandi. Vjek að hinum fundna jarðhita í byggð á Fljótsdalshjeraði o.fl. — A eftir spurði blaðam. Moggans mig um hvar þetta væri og skaut því að sá sem hefði bent á staðinn væri fyrrv. frambjóðandi Sjálfst.fl. eystra Gísli Helgason, Skógargerði. Skýrir hann svo frá umrœðunum í Mogganum í dag og segir að jeg hafi getið þess að jarðhitinn hafi fundist fyrir ábendingu jarðeiganda. Samkv. þessu hefur Moggadrengurinn flutt þig að Urriðavatni og sennilega gert þig að jarðeiganda þar. Þú ættir að ganga eftir eignaheim. hjá Mogganum. Tíminn segir að jeg hafi bent á þörfinafyrir að ath.jarðhita á suðurlandi og bent á að nýlega væri jarðhitaæð fundin á Austurlandi. Oll eru nú skæðin góð. Halldór. 148
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.