Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Blaðsíða 12

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Blaðsíða 12
Múlaþing Páll Ólafsson. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austur- lands. geymdi þar vinnufólk hirslur sínar. Öll voru bæjarhúsin undir torfi og köld, en ekki lek. Enginn ofn var í bænum, en eldavél í húsi, sem bæði var búr og eldhús. Hvernig húsbændur voru þau Páll og Ragn- hildur? Páll þótti nokkuð ýtinn með vinnu, en vann þó ekki sjálfur, mun hafa litið eitthvað eftir verkum. Hann var glaðlyndur hversdagslega, en ónotalegur ef út af bar og yfírleitt örgeðja. Kom þá fyrir að hann kastaði fram kersknis- vísum. Annars sat hann oft við skriftir og las talsvert í bókum. Ragnhildur var greind kona, kát og skemmtileg. Vistin var góð og heimilið reglusamt og vel umgengið. Var gestkvœmt á heimilinu? Gestagangur var þar mikill og gestum vel tekið og reið Páll oft með þeim og frúin stundum. Þau áttu þá líka marga og góða hesta, hryss- urnar Stjömu og Ljónslöpp og rauðan hest undan Stjömu er Tanni hét. Hverjir voru tíðastir gestir Páls? Jón Sleði10 og faðir hans komu oft, Guðmundur í Húsey" á tímabili og Sveinn Bjarnason á Heykollsstöðum. Stundum komu prestarnir séra Sveinn Skúlason12 og séra Stefán Hall- dórsson.13 Bar ekki á drykkjuskap er gestir komu? Nei, Páll drakk alltaf eitthvað, en ekki svo að á bæri og yfírleitt bar ekki á drykkjuskap á heimilinu. Hafði Pál/ stórt bú? Já. Hestar voru margir, var fíutt á 6 úr blánni. Eg fór á milli og var látin ríða Ljónslöpp. Kýr voru víst 4 eða fleiri og margar ær í kvíum. 10 Jón Jónsson (Jón Sleði) var alllengi alþingismaður, bjó í Húsey, á Sleðbrjót og víðar, bróðir Guðmundar í Húsey. (Einar Jónsson 1962, bls. 1047 og Sveitir ogjarðir í Múlaþingi 1. bindi 1974, bls. 217). 11 Guðmundur Jónsson bóndi og hreppstjóri í Húsey. Hann var um tíma í félagi við Bjarna Þorsteinsson og Jón bróður sinn um verslunarrekstur á Borgarfirði, en verslunin varð fljótlega gjald- þrota. Við það tapaði hann fé og flutti þá í Fagradal í Vopnafirði 1901, en seldi eignir sínar 1903 og flutti til Ameríku ásamt Jóni bróður sínum og Bjarna Þorsteinssyni frá Höfn. (Einar Jónsson 1962, bls. 1047). 12 Sveinn Skúlason var prestur á Kirkjubæ frá 1883-1888. (Sveinn Níelsson 2. útg. 1949, bls. 8). 13 Stefán Halldórsson var prestur í Hofteigi frá 1880-1890. Sveinn Níelsson 2. útg. 1949, bls. 6). 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.