Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Blaðsíða 70
Múlaþing
Yfirlitsteikning af bœjarstœðinu á Asmundarstöðum. Eigandi myndar:
Guðný Zoega.
Bæjarhóllinn er á vesturbakka lækjargrafn-
ings sem nú er þurr. Efst á honum má sjá
tóftir sem greinanlega eru yngri og byggðar
á eldri mannvirkjaleifum. Oglögga veggi er
að finna vestast í bæjarhólnum en annars
eru merki bæjarins jarðsokkin og horfin. I
lækjargrafningnum er einnig að finna leifar
fyrirhleðslu og lítils afhólfs og er þar líklega
um að ræða seinni tíma rétt eða jafnvel stekk.
Um 20 m vestan við meintan bæjarhól er lágur
hóll og snýr austur og vestur, u.þ.b. 15x10
m að stærð. Ekki er hægt að greina útlínur
rústa á hólnum.
Sveinn Olafsson í Firði ritaði grein um
Asmundarstaði í Arbók hins íslenzka fom-
leifafélags 1930 - 1931 og kemur þar m.a.
fram að grafið hafi verið í rústirnar 1931.
Ekki hefur greinarhöfundum tekist að hafa
upp á frekari rituðum upplýsingum um þessa
rannsókn umfram það sem segir í grein-
inni. Þar stendur: „Við jarðgröft
í 4 rústir á Asmundarstöðum 24.
júní 1931 fundust órækar minjar
byggðar, svo sem aska, viðarkol,
hlóðir, bein, ryðmolar, boraður
steinn o.fl. Var rannsóknin gerð
að undirlagi þjóðminjavarðar.“12
I aðfangabókum Þjóðminjasafns
era skráð 11 númer úr þessari rann-
sókn sem í safnið komul8.7.1931.
Þar eru sýnishom af ösku, við-
arkolum og brenndum beinum, og
einnig pottbrot úr klébergi, sótugt
utan og með skoru í.13 Ekki er vitað
með vissu hvar grafið var 1931.
Reynir Zoéga á Norðfirði kom
að Asmundarstöðum 1931 þegar
verið var að grafa þar. Reynir var
þá 11 ára gamall. Hann benti á síð-
ast talda hólinn og sagðist muna
eftir því að þar hefði verið grafið.
Minnti hann gryfja hefði verið
grafin í hólinn austanverðan og
hleðsla sést austantil í henni. Ekki
taldi Reynir sig muna eftir hinum stöðunum
þremur sem nefndir eru í grein Sveins Olafs-
sonar, svo hann gæti sagt frá þeim.
Samkvæmt þjóðsögunni réðst til Asmund-
arstaða prestur sem sagan segir að hafi verið
draugssonur. Við fyrstu messu hjá honum
hóf kirkjan, með söfnuði, að sökkva í jörðu
en með snarræði tókst að vega prestinn við
altarið sem dugði til að stöðva atburðarrás-
ina. Nokkrar útgáfur era til af sögunni og í
einni þeirra á draugur þessi að hafa kallast
Asmundur. í öðrum útgáfum er hann ekki
nafngreindur en staðurinn nefndur Ásmund-
arstaðir og sagður kirkjustaður Norðfirðinga.
12 Sveinn Olafsson: Kirkjulœkur, Asmundarstaðir og Kirkjuból,
Árbók hins ísl. fomleifafélags 1930-31, bls. 104, neöanmáls-
grein.
13 Kristján Eldjám: Kléberg á Islandi, Árbók hins íslenzka fom-
leifafélags 1949-50, bls. 50.
68