Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Blaðsíða 144

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Blaðsíða 144
Múlaþing hann hugðist að rækta teiginn með vatnsveitingum, en allmikill skurður hefur verið grafinn frá Núpsánni heim að túninu á Hjartarstöðum og sagður vera eftir Brynjólf, einnig túngarður þar á beitarhúsum sem kölluð eru Núpsgerði. I Lagarfljóti, undan Ketilsstöðum á Völlum, er lítill hólmi, víði vaxinn, kallaður Kríuhólmi. Þennan hólma keypti Brynjólfur. Má vera að þar hafi verið lítilsháttar kríuvarp. Hólmi þessi hefur verið að smáeyðast. Ekki er kunnugt, hvað Brynjólfúr gaf fyrir Gullteigana.4 Frá Gísla Wium Gíslasyni Gísli Evertsson Wium var aðstoðarprestur hjá séra Einari Hjaltasyni á Þóroddsstað í Köldukinn þrjú ár; hann dó 1826. Kona séra Gísla var Alfheiður Einarsdóttir, aðstoð- arprests í Múla, Tómassonar. Böm þeirra voru Gísli og Guðrún. Séra Gísli Evertsson var handahlaupsmaður framúrskarandi, þá íþrótt kunni Gísli sonur hans mæta vel... Vorið 1859 er Gísli farinn að búa á Brekkuseli, koti í Lágheiðinni í Hróarstungu. Hann er þá kvæntur Ingibjörgu Snorradóttur prests að Desjarmýri Sæmundssonar. Þá mun hafa verið að arfur eftir Brynjólf Evertsson bæri undir þau systkin, Gísla og Guðrúnu. Fékk Gísli bækur hans, ítökin íyrrnefndu og peninga, að haldið var ... Gísli taldi sér ónýt ítökin Brynjólfs og vildi endurheimta verð fyrir þau. Fyrst leitaði hann til eiganda Hjartarstaða eftir verði fyrir Gullteigana, Vilhjálms Árnasonar ... Gísli fór þess nú á leit við Vilhjálm, að hann keypti af sér Gullteigana fyrir sama verð sem Brynjólfur hefði gefíð fyrir þá. Vilhjálmur tók því fjarri, kvað sér þá vera sem enga eign. Gísli tók svarinu hógværlega, en lét þess þó við geti að einhver ráð kynnu að verða til að nota sér teigan og skildu að því. Litlu síðar fréttir Vilhjálmur að næsta vor ætti að fara að byggja á Gullteigunum, og var til tekið, hverjum Gísli ætlaði að leigja þá; en það var maður, sem Vilhjálmur vildi með engu móti hafa í nágrenni. Brá hann fljótt við, skrifaði Gísla og bauð að kaupa teigana. Var það auðsótt, því að sagan um bygginguna var að mestu eða öllu uppdiktur. Þar næst kom Gísli að máli við Fellamenn og bauð þeim Spanarhólinn til kaups fyrir 30 spesíur, eins og Brynjólfur hafði gefíð fyrir hann. Þeir gjörðu einungis gys að honum, sögðu honurn væri sízt ofgott að hafa öll not af þessari fasteign sinni. Gísli tók nú að bjóða nágrönnum sínum hagagöngu fyrir lömb sín og geldfé í Fellaheiðinni með mjög góðum kjörum, en það fylgdi boðinu að þeir yrðu að reka féð upp sjálfan Spanarhólinn; og það þurfti að vera vottfast og sannanlegt. Þetta gekk svo fram um vorið. Nú fréttu Fellabændur að Tungumenn reki lömb sín og geldfé í afréttarland sitt leyfílaust og vitundarlaust frá þeirra hálfu og tóku að leita eftir hverju þetta sætti og með hvers leyfí það væri gjört. Komust þeir brátt eftir hinu sanna í málinu. Réðu menn þá að kaupa heldur hólinn af Gísla en eiga í brösum við hann um upprekstraréttinn. Eigi er það kunnugt, að Gísli kæmi sér við með að fá verð fyrir Kríuhólmann ...5 (Textar þessir úr Austurlandi eru birtir örlítið styttir en að öðru leyti óbreyttir.) 4 Austurland, Safn til austfírskra fræða, Akureyri, Sögusjóður Austfírðinga: 1947-1970 (3. bindi 1951), bls. 200-202. 5 Austurland, Safn til austfírskra fræða, Akureyri, Sögusjóður Austfirðinga: 1947-1970 (3. bindi 1951), bls. 203-205. 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.