Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Blaðsíða 130

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Blaðsíða 130
Vopnafjörður - danskur kaupstaður Erindi Guðjóns Friðrikssonar sagnfrœðings, flutt á málþingi, Kaupvangs, menningar- ogfræðaseturs og ReykjavíkurAkademíunnar, 1. maí 2009 á Vopnafirði. Ég vil byrja á að þakka fyrir það tækifæri að fá að tala hér. Það má ætla það nokkra dirfsku af bláókunnugum manni hér eystra að ætla að fara að þruma yfír ykkur um eigin héraðssögu en sannast sagna virðist enginn hingað til hafa lagt fyrir sig að kanna verslunarsögu Vopna- tjarðar á fyrri öldum sérstaklega. Það hef ég raunar ekki heldur. Undanfarið hef ég fengist við að skrifa sögu Kaupmannahafnar sem höfuðborgar íslands við annan mann og það hefur komið í minn hlut að skrifa verslunarsöguna. Þar hefur ýmislegt rekið á fjörur mínar varð- andi hina dönsku íslandskaupmenn en þeir hafa hingað til raunar ekki verið hátt skrifaðir af íslendingum. En hvað sem segja má um verslunarfyrirkomulagið voru þetta samt menn sem skiptu oft miklu máli fyrir íslendinga, þeir voru tengiliðir okkar við útlönd, færðu okkur vaming og komu afurðum okkar á markað erlendis. Auðvitað voru þeir eins og gengur og gerist misjafnir, sumir ágætir, aðrir verri, en voru að stunda sína atvinnu í anda sinna tíma. Ég ætla hér að freista þess að koma með nokkra mola úr verslunarsögu Vopnaijarðar, einkum á dögum danskra kaupmanna, og bið áheyrendur að virða viljann íyrir verkið. Heimildir um verslunarstaðinn Vopnafjörð á fyrri öldum virðast við fljótlega athugun ekki mjög miklar. Þó er líklegt að hingað hafí komið kaupskip allt frá árdaga íslenskrar sögu. I Vilkinsmáldaga frá 1397 átti kirkjan að Refstöðum í Vopnafirði skipshöfn í Krossavík hinni ytri og kirkjan að Hofí tveggja skipa höfn ef vildi og bendir hvort tveggja til kaupskapar. Til þess benda líka örnefni eins og Leiðarhöfn. Ólafur Olavius, sem kom hingað í Vöpnafjörð á ferðum sínum um ísland á ámnum 1775 - 1777, segir í ferðabók sinni að bæði Danir og Englendingar hafí fyrmm siglt á þá höfn og eins Kóravog eða Kórssund. Um sjálfa Vopna- ijarðarhöfn í landi Austur-Skálaness segir Olavius að hún megi teljast sæmilega trygg því að smásker og hólmar liggi fyrir utan hana og dragi úr hafrótinu. Olavius segir síðan orðrétt: „Þess vegna geta skip legið þar óttalaus nema í suðvestanátt. Samt verður að festa 13-14 tunnur við akkerisfestarnar afþví að hvassbrýndir steinar eru þar víða í botni. En jafnskjótt og skipið kemur inn á leguna, verður að festa aðra landfestina út i Kaupstaðarhólmann, en hina í landiþví að akkerisbotn erþar il/ur“ Skipin munu hafa verið bundið tveimur taugum þannig að önnur lá í svonefndan Akk- erishólma uppi við land en hin út í svonefndan Skiphólma. Tunnurnar vom til þess að halda festunum uppi því ef þær sigu til botns var hætta á að þær skærust í sundur af eggjagrjóti. Annars þótti Vopnafjarðarhöfn víst með verri höfnum. Hér verður ekki mikið sagt frá verslun fyrir einokunarverslun en alla 16. öld mátti kannski kalla Vopnafjarðarhöfn þýska því að þýskir kaupmenn, víst einkum frá Lúbeck við Eystrasalt, höfuðborg svokallaðra Hansakaupstaða, sigldu á Vopnafjörð. Friðrik II, sem tók við völdum 1559, tók upp alveg nýja verslunarstefnu gagnvart íslandi. Hún fólst í að leigja út einstakar hafnir til nokkurra ára í senn. Hafnirnar höfðu mismunandi vægi eftir því hvaða vörur voru fluttar þaðan og leigan eða árgjaldið fyrir þær mun hafa verið í samræmi við það. Mikilvægastar vom svokallaðar fískihafnir sem allar voru við suður- og vesturströnd íslands. Sumar voru í bland físki- og sláturhafnir sem svo voru kallaðar en aðrar nær eingöngu sláturhafnir. Hið síðastnefnda má segja um hafnimar fyrir Norðurlandi og 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.