Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 82

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 82
Múlaþing unum. Ekkert af bömunum gengur í fóstur, en í sögu er það, að herramaður einn, hafi komið í Skálanes, að nafni Ami, helzt úr Skagafirði, og boðið Jakobi að taka Runólf son hans og koma honum í skóla á Hólum. Víst er það, að Runólfur fór í Skagafjörð, en það þykir mér líkindi á, að það hafí ekki verið fyrr en Jakob var dáinn og þó fyrir 1784, og hér hafi Ami Reynistaðamágur verið á ferðinni. Ekki varð af skólagöngu Runólfs, en hann bjó í Hjaltadal, kvæntist sunnlenzkri konu og átti 10 börn. Eitt af þeim var Guðrún móðir Sigurðar rithöfundar frá Balaskarði Ingjalds- sonar. I ævisögu sinni, hinni merkustu bók, segir Sigurður frá móðursystkinum sínum og systkinum. Ingibjörg Runólfsdóttir kom til Vopnaijarðar, sem síðar segir. Steinunn átti þann mann er Sigurður hét Sigurðsson og er ókunnugur að ætt. Þau koma í Norður- Skálanes 1786 með þrjú börn og áttu síðan fleiri. Sigurður dó um 1790, og komust bömin lítt til þroska. Jakob f. 1786, er léttadrengur í Syðrivík 1816, af hinum hef ég eigi spurnir. Steinunn fór austur á Hérað og átti þar bam með kvæntum manni, Torfa Narfasyni á Haf- ursá og hét Torfí f. 1792, og bjó hann seinna á Hafursá og Strönd í Vallahreppi, og á marga afkomendur. Steinunn er á Eiðum 1816, 62 ára gömul. Ingiríður giftist ekki, en átti 1 bam, sem eigi komst til þroska. Ingibjörg Jakobsdóttir átti Ögmund, er kallaður var hinn sterki, Einarsson og bjuggu þau í Fagradal lengst og afkomendur þeirra síðan sumir, vom sérstæðir menn og sumir afrenndir menn að afli. Ögmundur var sonur Einars skálds á Brekku í Tungu, Steingrímssonar og Guð- rúnar Sigurðardóttur á Kleppjámsstöðum í s. sv. 1703, Þórðarsonar. Systir Guðrúnar var Kristín móðir Gríms prests og skálds Bessasonar, svo þessi skáldskapur í ættinni er frá Kleppjárnsstöðum. Móðir Ögmundar er án efa Margrét Ögmundsdóttir, Ögmunds- sonar, Sigfússonar prests í Hofteigi Tóm- assonar. Hjálmar hét sonur Ögmundar og Ingibjargar. Hann bjó í Skógum í Vopnafírði. Sonur Hjálmars hét Jósef. Hann bjó í Skógum og dóttir hans Sigríður bjó í Skógum, átti Jón Jónsson, ættaðan frá Hólmi á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. Þeirra börn búa í Skógum, Jósef og Sigríður, en Kristín á Ytra-Núpi. Börn Ögmundar í Fagradal voru auk Hjálmars, Runólfur sterki og Dómhildur sterka. Dóttir Runólfs var Isafold sterka, sem kemur við þjóðsögur; móðir Ulfars fagra. Margrét, f. 1768, giftist bamung árið 1784 eða 85 Jóni syni Ólafs lögréttumanns á Kóreks- stöðum, Péturssonar, Péturssonar, Bjamasonar sýslumanns á Bustafelli, Oddssonar. Jón var þá ekkjumaður og við aldur og fyrri konu börnin milli fermingar og tvítugs. Þessi böm og fyrri kona Jóns hafa fallið út úr „Ættum Austfirðinga“. Þau Jón bjuggu á Felli og hlóðu niður bömum frá 1786 til aldamóta. Þá dó Jón. Fimm stúlkur og 1 drengur lifðu. Salný Jónsdóttir fór til Skagaljarðar, giftist þar og á afkomendur. Hún var föðurmóðir Jóns bónda á Seilu, Jónssonar, sem mér hefur verið sagt, að muni hafa verið afi Sigurðar Skagfield söngvara. Fátt mun afkomenda annarra dætra Jóns og þá frekast í Ameríku. Jóhannes hét sonur Jóns og Margrétar, f. 1800. Margrét er ráðskona á Hnitbjörgum í Hlíð 1816 og með Jóhannes. Hann kvænt- ist Þorbjörgu dóttur Jóns Guðmundssonar á Viðastöðum og Sesselju dóttur Sigurðar hreppstjóra á Víðivöllum, Einarssonar. Var Sesselja systir Ingibjargar móður Sigurðar á Mýmm Eiríkssonar, langafa míns. Synir Jóhannesar voru Sigurður stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, er varð ríkur maður, og Kristinn Sveinn, faðir Guðrúnar, móður Frið- bjöms bónda á Hauksstöðum Kristjánssonar, er lézt á þessu ári. Guðlaug Jakobsdóttir átti (41 árs) Grím í Leiðarhöfn, Grímsson og var hann þá 19 ára. Þeim nýttist ekki af hjóna- bandi og vom skilin með dómi 1827, áttu 1 bam sem dó strax. Guðrún Jakobsdóttir varð tvígift, en barnlaus. 80
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.