Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 33

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 33
Byggðin sem hvarf slíkur völundur og laginn við vélar, tæki og tól, að til hans var leitað sem viðgerðarmanns og vélgæslumanns, því allt lék honum í þeirri einu hendi sem hann átti heila. Oft var hann hjálparhella föður míns sem viðgerðarmaður og íhlaupamótoristi á Birninum. Sem við er að búast þekkti ég Elíasarbörn mismikið, enda aldursmunur mikill. Asmundur, Björgvin og Einar fóru snemma að heiman, en voru alltaf í nánum tengslum við foreldra sína og liðsinntu þeim. Jónas var þjáður af flogaveiki og naut sín ekki til fulls. En hann var vel gefmn maður, listrænn og vann eins og heilsan leyfði. Hall- dór Elíasson veiktist af berklum og dó ungur á Kristneshæli. Annars voru þessi systkin hraust og dugleg, eftirsótt til vinnu og vel látin. Síðar mun ég minnast Sigríðar sem gift- ist Þorsteini Jónssyni. Hún var önnur tveggja systra í hópnum. Hin var Guðrún, Gunna Elíasar, sem var aðeins eldri en ég og lang- yngst barnanna. En næstyngstur var Guðjón. Hann var að vísu 5 árum eldri en ég, en síðustu sumur mín á Norðfírði, þegar ég var 17 og 18 ára, lágu leiðir okkar saman, bæði í vinnu og frístundum. Við urðum mestu mátar og góðir félagar þennan tíma. Síðar fluttist Guðjón til Akureyrar, giftist þar og vann þar alla ævi úr því. A Akureyri vorunr við samborgarar í 30 ár. Aður hafði Björgvin bróðir hans sest þar að. Akureyri var ekki svikin af búsetu og verkum þeirra bræðra. Gísli Bergsveinsson útgerð- arrnaður á Norðfirði, alkunnur afkastamaður og vinnuvíkingur, sagði um Guðjón Elíasson að hann væri tveggja manna maki til verka. Þessi orð Gísla eiga við rök að styðjast. Guðjón var hamhleypa í skorpuvinnu og rann þá út í svita. En það var eins og hann afþreyttist á augabragði. Hann var alltaf til í gönguferðir á notalegum sumarkvöldum eins og þau geta orðið í Ijarðalogninu fyrir austan. í Miðhúsi 1 Miðhúsi bjuggu Magnús Guðmundsson frá Fannardal og Anna Aradóttir frá Nausta- hvammi. Eins og áður segir var Miðhúslandið sneið úr Vindheimi á tungu milli lækjar utan við Vindheim og Naustahvammslækjar þar sem hreppamörkin voru. Miðhús hafði því skýra afmörkun á þessari mjóu tungu frá sjó upp til fjalls. Jarðnæðið var ekki mikið, gat varla minna verið til búskapar. En á þessum rima lands komu Magnús og Anna upp sjálfs- þurftarbýli á öðrum áratug aldarinnar og bjuggu þar alla ævi. Þau eignuðust níu börn, misstu eitt bam nýfætt en hin komust öll til góðs þroska og dreifðust víða um land. í opinberum plöggum, sem ég hef skoðað, er Magnús yfírleitt kallaður daglaunamaður en ekki bóndi. Hann hefur framan af og löngum sótt vinnu út á Nes, sennilega unnið það sem bauðst hjá atvinnurekendum þar. Lífsbjörgin var smábúskapurinn heima og vinnan á Nesi, stopul sem hún gat verið eftir að sumarönnum lauk við sjóinn og vetrarmánuðimir tóku við. Efnum var því ekki fyrir að fara í Miðhúsi og ekki hefur afkoman batnað eftir að kreppan skall á um 1930, árin sem ég fer að muna eftir mér og geymi hagi nágranna minna í bams- minni. En af því að ég var alltaf á ferðinni, forvitinn sem ég var og heldur félagslyndur, elti ég uppi hús og heimili í nágrenninu og vildi leika mér við jafnaldrana hvar sem þá var að finna. Ég kom því iðulega í Miðhús og var þar vel tekið. Anna var léttstíg og glaðlynd og hélt sínu fátæka heimili uppi af reisn eins og þar væri nóg til af öllu. Magnús fór sér hægar, hann var ekkert að flýta sér. Hann var hugsandi maður. Og hví skyldi ég segja það? A því á ég mína skýringu og um það sérstaka minningu. Magnús í Miðhúsi ræddi við mig um stjórnmál og eggjaði mig til að þekkja skilin milli góðs og ills í pólitík. Og það var engin smásmuguleg hreppapólitík sem hann reyndi að innræta mér. O, nei! Ég segi það satt, að ég var átta ára barnungi, kominn eitthvað á níunda árið, þegar Magnús Guðmundsson bað mig að varast nasismann og útmálaði 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.