Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 37

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 37
Byggðin sem hvarf veldi Sigfusar Sveinssonar vegnaði betur, því hann stóð í stórframkvæmdum áfram, m.a. myndarlegri útgerð síldarskipa, en lést á besta aldri frá sínum miklu umsvifum. Þegar þessi uppritj un heimskreppunnar miklu 1930 - 1940 er fest á blað á vormán- uðum 2009 eru ráðamenn á Islandi enn að glíma við sinn hluta af nýrri heimskreppu og sér ekki fyrir endann á henni. Um þessi nýju ósköp gaukaði vinur minn Gestur í Vík að mér eftirfarandi stöku á dögunum og læt ég hana flakka í þessu samhengi: Auðvald reynist enn til meins aldir, daga, nætur. Kreppur þróast alltaf eins, eð/i, kjarni, rætur. Hins vegar ber þess að geta að einstaklings- framtak hinna mörgu smáu var alla tíð veiga- mikill þáttur í atvinnulífi Norðfirðinga og síðar athafnir ýmis konar félagssamtaka sem og bæjarfélagsins, og varð því sýnilegra sem leið á árin upp úr 1930 og lengst af síðan. Fjöldi manns rak eigin útgerð fiskibáta af ýmsum stærðum og gerðum og rakti sína sögu til upphafsára þorpsmyndunar. Eitt sterkasta einkenni í svipmóti byggðarinnar var hin mikla mergð sjóhúsa með litlum bátabryggjum framundan sem röðuðust á strandlengjuna alla að heita má. Oft voru íbúðarhús smáútgerð- armannanna steinsnar ofar en sjóhúsin og bryggjurnar. Sjávargatan var þá fáein skref og stutt á vinnustaðinn. En að því kom að þetta fyrirkomulag smáútgerðar dróst saman í raun, þótt sjóhús og bryggjur héngju uppi lengur en þörf krafðist. Þessi mannvirki höfðu á sinni tíð sína „nytjafegurð“ og var vel við haldið, en að því kom að notkunarleysið breytti sjó- húsum og bryggjum í hryggðarmynd. Lifandi dæmi um útgerðaraðstöðu fyrri tíðar sjást ekki lengur. Þeim hefur öllum verið eytt. Ef ekki væru ljósmyndir Bjöms á Bakka og fleiri góðra myndatökumanna væri svipmót þess- ara mannvirkja ósýnilegt augum síðari tíma kynslóða. Búendur í Vindheimi og Miðhúsi, Hall- dór, Elías og Magnús stunduðu ekki sjó þegar ég fór að muna. Þó þykist ég hafa heyrt að Asmundur Jónsson og Halldór hafi fyrr á tíð róið til fiskjar frá Vindheimi á eigin bátum. Það þykir mér raunar líklegt. En ekki man ég eftir neinum ummerkjum um sjósókn firá Vindheimi, s.s. leifum af sjóhúsi eða bryggju. Ekki var annað bátsflak þar í fjömnni en af „Arthúri“, sem Sigfúsarverslun átti og grotn- aði þama niður, okkur smástrákum til mik- ils unaðar sem leiksvið sjósóknar á þurru landi. Þegar kom út fyrir Naustahvammslæk og Neskaupstaður tók við urðu þau umskipti á atvinnuháttum að menn sóttu flestir afkomu sína meira til sjósóknar og útgerðar en landbú- skapar, en blönduðu þessu saman í eðlilegum hlutföllum. A sjávarbýlum, sem urðu til í Naustahvammslandi á fyrri hluta 20. aldar, voru húsráðendur oft nefndir útvegsbændur. Sú nafngift gilti þó ekki um alla heimilisfeður, því að þar bjuggu margar fjölskyldur dag- launamanna, verkamanna og sjómanna, sem hvorki stunduðu eigin útgerð né landbúskap. Ekki skorti á að þarna væri margt bama og unglinga, reyndar fólk á öllum aldri. Arið 1940 telst mér til að um 85 manns hafi átt heima í því byggðahverfí sem hér um ræðir milli Vindheims og Skuldar. Naustahvammur Mér er vandi á höndum þegar kemur að því að segja frá því hvað átt er við þegar talað er um Naustahvamm eða Naustahvamma eins og sagt var fyrr á tíð. Naustahvammur er ekki bara Naustahvammur! Naustahvammur merkir svo margt þegar horflt er til sögunnar langt aftur. En þegar ég þrengi sögusviðið til uppvaxtarára rninna þá er Naustahvammur tvennt: a) Hús og jarðnæði Þorleifs Asmunds- sonar bónda þar og Maríu Aradóttur. Eg sé 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.