Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 14

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 14
Möðruvallaklaustri, þar sem Ágúst príor Kvaran liggur á bólstruðum legubekk úr húsgangaversluninni Afturábak, liggur afturábak í legubekk, segjum vjer, og sker hrúta hinna ranglátu, eftir eitt kaþólskt stólpa-fyllirí. Vaknar samt, eftir skamma stund, og þrífur kollu með öli, sem Davíð hefir verið svo hugulsamur að kaupa handa honum, áður en leikurinn hófst, því maðurinn er svo skelþunnur, að vel hefði mátt raka sig á honum. Hann svolgrar nú ölið, og smábölvar á meðan stjórnarfrumvarpinu um ölskattinn. En þetta er ekki nema stundarbót, því hjer er illt í efni: Klaustrið er orðið skítblankt, sem ekki er að furða með því lebeni, sem þar fer fram daglega, að manni skilst. Þó vill það til happs, að þar er til Iæringar fáráður ungbróðir, Indriði Waage að nafni, sem príorinn hefir verið í þrjú ár að reyna að ginna til að gefa klaustrinu í drykkjupeninga heilmikið af jörðum, sem hann hefir erft eftir föður sinn, og ekki tekist að eyða enn. Hann kallar nú á Indriða og segir honum, að hann hafi sannfrjett um hann ýmislegt kvennasnag og annan veraldleik, og bætir við, að þannig siðferðilega svaðhófa geti klaustrið ekki haft í þjónustu sinni, nema því aðeins að þeir geri yfirbót, og hún sje aðallega í því fólg- in, að gefa klaustrinu aleigu sína, annars verði sankti María foksvond, og þá gefi hann ekki túskilding fyrir sálarræksnið úr honum. Og ekki muni skapið verða betra hjá honum Ágústínusi, sem stofnaði klaustrið. (Ágústínus þessi seldi lengi Islendingum skro og snúss, en fjekk seinna samviskubit og stofn- aði klaustur fyrir ágóðann). — Drenggarmurinn verður auðvitað að kvikindi og gefur þar í fússinu allar eigur sínar, þótt Tómas fjárhaldsmaður hans Hallgrímsson látist vara hann við því. Inni við beinið er hann hlyntur svindilbraskinu, því auðvitað fær hann prósentur af öllu saman hjá Kvaran. Þótti oss Indriði fara allskítt út úr þessu öllu: að láta óhlutvanda braskara snuða sig, og hafa verið árum sam- an í íslandsbanka. Þegar Ágúst príor hefir lokið þessari fyrirætlun sinni, sjer hann ekki til neins að hafa þáttinn lengri, og stingur af, en Indriði tilbiður sankti Maríu, sem lætur eins og ekkert sje og steinþegir. 1 öðrum þætti sjest hvernig príorinn notar penninginn. Reyndar mundi marga hafa órað fyrir því, um þann dauðans drabbara. Hann stingur sjer rakleitt í kaupstaðinn, sem þá var að Gásum, því þá var ekki farið að svindla með Oddeyrina og Jón borgarstjóri á Akureyri alls ekki fæddur, auk held- ur orðinn borgarstjóri, sem raunar skal honum hvorttveggja fyrirgefið. Þar í kaupstaðnum eru tveir kaupmenn frá Björgvin, sem meðal annars eru látnir segjast vera norskir! Væri fróðlegt að vita, hve- nær uppi hefir verið nokkur Bergenser, sem játaðist vera Norðmaður. En hvað um það. Bráðlega byrj- ar eitt general-fyllirí, þegar munkarnir koma, og var það sýnt svo átakanlega, að leið yfir tvo ungbræð- ur úr Dröfn, sem voru staddir í leikhúsinu, svo að þeir gátu ekki aðstaðið á næsta systrakvöldi. Er skemst frá því að segja, að þeir heilögu drekka þarna og drabba eins og bestíur, allir nema Indriði; hann er með samvisku, sem auðsjáanlega gerir bæði að bíta og slá, og neitar vendingu eftir fyrsta sjúss- inn. Það er annars ekki manninum láandi, því að drekka, og það með árangri, sprúttið, sem vant er að bera á borð á leiksviði í Iðnó, gera ekki nema menn með sannri lyst. Ennfremur hafa Gásaspekúlant- arnir hóað þangað kvenfólki, sem annars hefði verið best fallið til þess að halda hverjum vanalegum karlmanni sem fastast við munkaheitið, því verri undirmálsfisk í fegurðar- og öðru tilliti minnumst vjer ekki að hafa sjeð á hinni löngu ævi Spegilsins. En til allrar hamingju eru hinir heilögu ekki ókristi- lega heimtufrekir, og verða nú lætin eins og verst í Skeiðarjettum, uns loks allir sigla beitivind heim á leið, með kúta og kvenfólk. — Ekki má gleyma, að í þessum þætti kemur Tómas aftur og er nú orðinn heldur betur unglegur. Hefir hann farið í Steinachsstofnunina á Hvammstanga, með árangri, sem mun auka hróður (og sveitar- útsvar) Jónasar læknis ískyggilega. Nú hefir hann líka skift um nafn, en kallar sig samt ekki Jón, eins og Pjetur Jakobsson hrm., heldur Hauk. Segir hann margt af ferðum sínum og hjartaknúsi, og biður sjer loks konu í hvellinum, með góðum árangri. Þriðji þáttur er heima á Möðruvöllum. Þar sitja þrjú eintök af hinum skikkanlegu klausturbræðr- um. Þeir eru bindindismenn og drafna þar upp við lestur og skriftir. En ekki er þeim lengi til setunn- ar boðið, því nú kemur öll hersingin heim úr Gásakaupstað, og hefir, vægast talað, ekki farið fram um líferni síðan seinast. Verðum vjer að ráða þeim, sem vilja fá orðbragðið eins og það leggur sig, að kaupa og lesa leikritið, því vjer viljum ekki auka kinnroða lesendum vorum. En brátt tekur forsjónin í taumana, ekki síður en í pólitíkinni síðastliðið sumar, á þann hátt, að farið var að brenna kaffi uppi 1 Iðnó, og lagði reykinn niður. Þá hjeldu munkarnir, sem voru fullir eins og stúku-hálfbræður, að kvikn- að væri í, og þutu sem fljótast út með kvenfólkið, en príorinn verður eftir og svo Indriði. Honum er samt bjargað út á síðasta augnabliki, en þegar príorinn ætlar út líka, kemur beinagrind inn og segir 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.