Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 52
Að blanda.
M o t t o :
Andinn er oft í vanda.
Yndis er stopull vindur.
Brandur, hvati ertu aS blanda?
Bindindis jarma kindur.
Nýborg heitir eitt húsið langt
hjerna niSur við sæinn.
Áfengi bruggað er þar strangt,
— hvaí ekki’ er rangt —
út er þa<$ flutt um bæinn.
— Um bæinn. —
Áfengisverslun er hjer stór,
— ekki ber því aí neita.
íslendingarnir iðka þjór,
— og annað slór, —
eða svo má þaS heita.
— A8 heita. —
Guðbrandur heitir halur sá,
sem hefur þann stærsta vanda.
Áfengi voru að skal gá
— og um a<5 sjá, —
en aðallega að blanda.
— Að blanda. —
Brandur nautshöfuð hefir eitt,
— hvað er í stærra lagi.
Áfengi miklu’ er í það veitt
— og yfirleitt —
ýmsu af slíku tagi.
— Já, tagi. —
Kaupfjelagsstarfi stýra vann,
en stefndi því út í vanda.
Tíminn um eilífð hyllir hann
— þann heiðursmann, —
því hann er altaf að blanda.
— Að blanda. —
Felix lifir, en frægðin deyr:
fyrri menn Brandy drukku.
Auga-blindfullir urðu þeir,
— en ekki meir, —
uppá merarnar stukku.
— Þær stukku. —
Er hjer nú komið annað stand,
áfengið Brandur veitir.
Otbýr hann fyrir okkar land
— sitt auma bland —
og það White Lisbon heitir!
— Já heitir. —
Þrjár sortir eru þarna í,
— það kann ei minna vera:
Kóko, sitron og kampaní.
— Slíkt svínarí,
svona upp á það að gera.
— Að gera. —
Blönduna sjö-kall selja á,
sem er penningur líka.
Hvað er oss lengi hægt að flá?
— Og hana þá. —
Að höndlun vjer þolum slíka.
— Já slíka. —
Að jólapelanum okkar á
áfengi gutli vandað,
ekki þarf neinu um að spá,
— því allir sjá —
hve ærlega það er blandað.
— Já blandað. —
Okkar mergjaða Morgunblað
mynd af White Lisbon flytur.
En allir vita í okkar stað
að alt um það
á því tæplega situr.
— Já situr. —
Guðblandur, þú ert gæða skinn,
— góða hefur þú parta.
Að þjer setjast nú Ihöldin.
— Já auminginn. —
En enginn heyrir þig kvarta.
— Að kvarta! —
Cocktail Guðbrandar kalla ber
Koníaks vera ígildi.
Af honum finnur ört á sjer
— vor íhaldsher. —
Eitthvað trú ’eg hann þyldi.
— Já þyldi. —
Skál þína’ í blöndu, Brandur minn,
best mun hún ætíð hressa.
Altaf, þegar jeg á mjer finn
jeg anda þinn
og allann flokkinn þinn blessa.
— Já blessa. —
Álpist þjer, Brandur, alt í vil,
innileik þjer ’eg sendi.
Blandan þín vekur innri yl
— svona’ af og til. —
Alt er í þinni hendi.
— Já hendi. —
Brandur, hann er lítill, en
Brandur er vinur minn.
Blöndunin er starfi hans
fyrir stjórnina’ og Iandsjóðinn.
z.
Endurreisn hákallsins.
Á þessum tímum, þegar farið var að örvænta um, að annað umtalsefni fengist en „páskaverk
Mussolini", „búverk Jónasar“ og annað álíka merkilegt, og þegar Vilhjálmur Þ. Gíslason skrifar og
gútemplarar fremja „íslenska endurreisn", er gleðilegt til þess að vita, að nú, þegar ekki verða fleiri
endurreistir á landi, skuli endurreisnarmenn færa út umdæmi sitt til sjávarins einnig, og byrja þá á því, að
endurreisa hákallinn, sem ekki er heldur úr vegi, því hvaða berserkur hefir kannske verið orðaður eins oft
48