Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 98
Sfjórnarbylfingin. iVl.S)
Og svo kom hún.
Eins og þrumari úr fallítt bakaríi dundi byltingin yfir daginn áður en átti að samþykkja
styrk þann, er vjer vorum búnir að sækja um, og stjóm vor (nú fyrverandi) hafði haft góð orð um,
fyrir styrk vorn, móralskan, á undanförnum árum. En styrkur þessi var umsóttur af oss, til þess að
kynna oss, hvað eftir væri að kynna sjer, með styrk frá ríkissjóði. Oss finnst það hlálegt af Jóni
Þorlákssyni, og þó sjerstaklega af bolsunum — þó aldrei nema ekki yæri meira að hafa úr ríkis-
sjóði, að fara að hrófla við stjórninni einmitt þegar mest átti að gera, svo sem það að stöðva allar
opinberar framkvæmdir. Oss hefði fundist þeim vera fjandans nær að lýsa oftrausti sínu á henni,
eins og Spegillinn hefir gert, en víkingar fara ekki að lögum, eins og þeir hafa fyllilega sannað,
dr. Björn Þórðarson og Gissur („annar merkur lögfræðingur“), og leyfum vjer oss því að hafa hjer
upp ummæli hins fyrrnefnda, því aldrei er góð vísa of oft kveðin:
Því þingi, sem hætt hefir störfum, áður en fjárlög voru samþykt, hefir ekki verið slitið,
skv. 18. gr. stjórnarskrárinnar, því það mátti ekki slíta því, fyrr en fjárlög voru samþykt.
Hvað viljið þið hafa það meira? Oss finnst Einar Arnórsson geta lagt sinn góða sjálfblekung
og sjálfan sig með, til svefns, og það ekki hinna rjettlátu, eftir að lögmaður vor er þannig búinn
að kveða þá í kútinn og vitna í sjálfa stjórnarskrána, sem vjer spáum, að verði hengilás Einars.
Vjer munum árjetta frekar, þótt þess sje naumast þörf, að stjórn vor hefir haft alveg rjett fyrir sjer
í þessu máli, enda höfum vjer hugsað oss að verja þessu tölublaði voru til þess að hugga fyrv. stjórn
vora, og láta blað vort verða huggunar-Spegil (konsolspegil) hennar — hún á það sannarlega skilið
fyrir góða viðkynningu undanfarið.
Þingrof vill segja það, að engir þingmenn eru lengur til — að t. d. Gunnar og Hákon eru
orðnir valdalausir, hvor í sinni sveit (Hannes er þó ennþá kaupfjelagsstjóri og gerir aðallega í því
að vaka og biðja). Þegar nú engir þingmenn eru til, er þar af leiðandi ekkert þing til, og hver vill
94