Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 128
Á erlendum
markaði. (vm. n.>
Sendiherra vor á Pyr-
enneaskaganum, og skög-
unum þarna suður frá,
kom heim fyrir skemstu,
og er sagt, að hann sje að
leita að tungunni úr þorsk-
inum, sem Moggi var forð-
um að heimska sig á, að
ekki væri til. Sendiherrann
fór auðvitað beint upp á
Alþing og sást skömmu
síðar á gangi með Ásgeiri.
Ef eyður sjást í komandi
þingtíðindum, þar sem Ás-
geir er vanur að fletja sig
út, má af því ráða, að för
Helga hafi ekki orðið til
ónýtis.
Siavisky-hneykslin. ,K.
Það er víst Nýja Dagblaðið, sem upplýsti, að búið væri að stela frá bönkum vorum á fám árum
meira fje en Stavisky-hneykslið hefði kostað Frakkland, ef miðað sje við fólksfjölda. Vjer nennum ekki
að reikna þetta eftir, enda er blaðinu trúandi til að fara ráðvandlega með tölur, ekki síður en aðstand-
endum þess með peninga, sem víst heldur ekki hafa verið taldir eftir. Oss finnst nú, að blaðið megi vera
hreykið yfir því, er vjer erum einhverstaðar fremstir, annarstaðar en í útvarpsnotkun og saltfiskfram-
leiðslu, og í þessu tilfelli ber víst fyrst og fremst að þakka aðstandendum þess fyrir gefið fordæmi á
undanförnum árum. En svo vikið sje að því samt, hvernig koma eigi í veg fyrir þetta framvegis, ef
ske kynni að gjaldþol bankanna skyldi ekki reynast óendanlegt, þá vantar svo sem ekki, að tillögur hafa
komið fram um það líka. Vjer höfum sannfrjett eftir Vigfúsi, ráðsmanni Nýja Dagblaðsins, að bank-
arnir kæmust aldrei í lag fyrr en þeim væri stjórnað af ráðvöndum Framsóknarmönnum (sic!). Ekki
vitum vjer, hvað þeir Jón í Sambandinu, Svavar, Magnús Sigurðsson o. fl. segja um þetta karat, sem
þeim er þarna gefið, svo varla verður misskilið, en finst samt fjandalegt, að það skuli koma frá trygg-
um flokksmanni. Annars er ekkert á móti því, að ráðvandir Framsóknarmenn stýri bönkunum, ef
Vigfús bara tekur að sjer að finna þá. ^
Alþýðublaðið, sem er þekkt fyrir góðar heimildir og tilsvarandi meðferð þeirra, hefir það eftir
stjórn Landsbankans, að þar eigi að segja upp öllum, sem ekki sjeu bindindismenn og með hreina for-
tíð. Á þá líklega að setja þangað templara, sem öðru nafni eru kallaðir reglumenn (vonandi kennt við
Regluna, en ekki venjulega reglusemi). Eins og allir vita eru templarar yfirleitt manna blankastir, og
veldur því miljónasparnaðurinn, sem þeir fremja á ári hverju, og oft hefir verið gumað af í blöðum
þeirra. Hitt vitum vjer eigi, hvort þeir eru manna ráðvandastir, en hyggjum það sje svona upp og of-
an, eins og hjá öðrum manntegundum.
Líklega væri best að fara eftir tillögum blaðanna tveggja og setja í bankana ráðvanda Framsókn-
armenn, sem ekki eru drykkju- (eða kvenna)-menn og með óflekkaða fortíð. Yrði bönkunum þá lokað
og peningaforða landsmanna þar með óhætt, því hjer á landi gera menn ekki innbrot í banka utan frá.
124