Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 139

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Side 139
um tjón, sorg, óþægindi og sitt hvað fleira, sem miður má fara, en hvenær er talað um að baka ein- hverjum gleði, ávinning eða annað það, sem betur má fara? Allir þekkja söguna um það, þegar smið- urinn hafði drepið mann óviljandi, en það skeði 1 þá daga, þegar farið var eftir reglunni „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“. (Sú regla var síðar afnumin; sennilega fyrir atbeina augnlækna og tann- lækna, sem hafa sjeð sitt óvænna, ef eftir henni yrði farið). Nú mátti smiðurinn ekki missa sig, en þá var tekið það heillaráð að hengja bakara, sem öllum bar saman um, að fjandinn myndi bráðlega hirða hvort sem væri, og áreiðanlega hefði eitthvað á samviskunni, sem hann væri betur hengdur fyrir. Að vísu má segja, að slíkt komi ekki fyrir lengur — og jafnvel dæmi þess gagnstæða — en vel mætti stinga því að löggjöfum vorum, þegar refsilögin verða endurskoðuð næst, að sjá þá svo um, að altaf sjeu nægir bakarar fyrirliggjandi, ef einhvern þarf að hengja. Myndi sú ráðstöfun án efa gera lukku hjá almenningi, sem þá myndi borga sinn yfirprís á brauðum með glaðara geði en annars. Þessi greinarstúfur er skrifaður í tilefni af aldarafmæli bakaraiðnarinnar hjer á Islandi. Við slík tækifæri er venja að hrósa afmælisbarninu á hvert reipi og skal það einnig gert hjer. Það má telja til framfara hjá stjettinni, á þessum 100 árum, að miklu sjaldnar ber það við á seinni árum, að skrotuggur finnist í þrumaranum, því áður fyr mátti heita, að skro væri orðið daglegt brauð. Aftur á móti má enn oft finna hampspotta eða snæri úr mjelpokunum, og eru þeir að því leyti verri en skroið, að þeir eru seigari og erfiðari viðureignar fyrir tannlausa en vel tuggin skrotugga. Ennfremur má telja það til framfara, að 5-aura kökur, sem komust um eitt skeið upp í 15 aura (en minkuðu að vísu um leið), eru nú komnar niður í 12 aura og þykir kostakaup. Það má telja stjettinni til gildis, að hún leggur ekki mikið upp úr verðsveiflum á hráefnum á heimsmarkaðinum, nema þegar þær ganga upp á við, því hún hefir sjeð eins og var, að ómögulegt er að vera að elta það þótt kol og korn lækki hraðfara í verði. — Forstöðunefnd aldarafmælisins hafði á afmælisdeginum móttöku eða reseftasjón á Hótel Borg. Eigi vitum vjer, hvort margir hafa mætt, en líklega hafa þeir verið fáir, því venjan er, að menn fleygi aðskotahlutum (corpora aliena), sem finnast í brauðum, en meiningin var víst annars, að menn gætu skilað slíkum hlutum gegn sanngjörnu gottgjörelsi, á þessari móttökuhátíð. Er það gleðilegur vott- ur um stígandi móral bakarastjettarinnar. Snúður Spegilsins. Frá Vesimannaeyjum. „X2,, Fyrir skömmu skýrði útvarpið frá því í skeyti, sem hlýtur að hafa kostað of fjár, að álftarungi hafi flækst þar í land, og sje það í fyrgta sinn, sem slíkur ungi hafi þar handsamaður verið. Lítur svo út, sem unginn hafi verið að svamla í mýri undanfarið, því hann var leirugur mjög. Hann unir lífinu illa þar í Eyjum, hvæsir mikið, þegar komið er til hans, og er sjerstaklega stygglyndur við börn. Hefir drukkið lítilsháttar, en ekkert jetið. Ráðgert er að senda hann til Reykjavíkur. Þetta er efni frjettaklausunn- ar, en annars er hún hjer um bil tíu sinnum lengri en hjer er skráð, m. a. er löng greinargerð um leiðina, sem foglinn flaug, eftir að fyrst sást til hans. Oss finst ekkert athugavert við það, að þeir, sem telja þetta frjettir, komi því á framfæri við útvarpið, en ef útvarpsnot- endur eiga að borga þennan fróðleik, er það sanngirnis- krafa, að hann sje hvorttveggja í senn: sannur og læsilegur. — Þessi fregn væri strax skárri á 135
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.