Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Síða 80
Sagan enduriekur sig. (Æfintýrið um smiðinn og bakarann). (v. 7.)
Frá sjer numinn af þessari ógurlegu tilhugsun ljet söngvarinn aftur fallast í hægindastólinn
og hvíslaði:
„Whisky“.
Hinn þjóSfrægi læknir helti fult glasið og neri ánægður saman höndunum.
„Hvílík heppni, hvílíkt tillag, hvílík dæmalaus gæfa fyrir okkur báða. Hugsið þjer yður, Sir
Dindill. f gær, einmitt í gær lauk jeg við hina miklu uppgötvun mína, sem jeg hefi barist við í tutt-
ugu og fimm ár að fullkomna. Uppgötvunina, sem á engan sinn líka í sögu mannkynsins og sem mun
gera nafn mitt jafn frægt, já, ef til vill enn frægara en yður. Jeg hefi, herra minn, takið eftir, tak-
ið eftir, jeg hefi fundið upp aðferð til þess að búa til raddbönd, engu síðri — nei miklu fremri —
en þau, sem náttúran hefir búið oss úr garði með .... bíðið ögn
Læknirinn fór í leynihólf á peningaskáp sínum og dró þaðan lítinn stokk.
„Háa sjeið sögðuð þjer, herra minn. Það mun líka vera hjer .... a. b........jú, hjer er
c-ið .... jeg hefi alla tóna, sem mannleg rödd nær yfir, og nokkra í viðbót ....“.
„Hlustið þjer nú á“. Og læknirinn tók lítið, örmjótt band upp úr stokknum og ljet það milli
handa sjer eins og börn láta ýlustrá. Síðan bljes hann á það. Hljómmikill, þýður tónn heyrðist. Það
var háa sjelð.
Hinn heimsfrægi söngvari hentist um gólfið af hrifning og tók háa sjeið í gleði sinni. Svo
rauk hann á læknirinn og rak honum rembings koss. „Bjargvættur minn, bjargvættur mannkynsins
....“, hrópaði hann. „Óviðjafnanlegi doktor. Þjer eruð gulls ígildi“.
„Hugsið yður“, sagði læknirinn, þegar hann loksins komst að og gat dregið andann. „Hugsið
yður, þegar bandið er búið að fá annan eins söngbotn og yðar háttvirta kok. Þá skuluð þjer heyra,
þá skulu menn heyra .... hlustið á. Enn ómar það svona löngu eftir af þessu litla, sem jeg bljes
á það. Og hvílíkur ómur ....“.
76