Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 44
Fánadagurinn.
Bílar úr bænum venda,
bifreiðastöðvum frá.
Til Geira menn gráíugt senda,
glerjum í töskur henda,
— eitthvaÖ gengur nú á.
Uppi á Álafossi
ógurleg „Fest“ skal há5.
Menn bögglast á bíl og hrossi,
í brennivínslykt og hossi.
— Tilefni þess skal tjá<S:
Sigurjóns sæli bróÓir
sigldi í forðum tíð
hrognkels- um hálar -slóðir,
höndluðu ’ann danir góðir,
— ristu honum napurt níð.
Fána Ijet fýrinn hanga,
flaksandi í heila stöng.
dani tók drjúgt að Ianga
duluna til að fanga.
— Orrustan stofnast ströng.
Einar vill fjöri forða,
fánann danskinum gaf.
Dónar með digra borða,
danska og Ijóta korða,
hjeldu með hann á haf.
Sigurjón mótið setti,
svolítið hafði kvef.
Ásjónan öll sig gretti,
upp sig í loftið fetti
krókbogið kónganef.
Sigurjóns ungi andi
er hjer á rjettum stað.
Hann vinnur úr voru bandi
vaðmálin óslítandi, —
— það er nú svo með það.
Berst hann við Bakkus Iaginn,
bíður þar sjaldan tap.
Hann fann upp fánadaginn,
og fríaði með því bæinn
við daglangan drykkjuskap.
Á daginn tók drjúgt að líða,
drykkjustúss gerðist frekt.
Orvaðist æskan fríða,
ástar magnaðist blíða,
— eins og er eðlilegt.
Þá heyrðist Sigurjón hóa
á heiðarlegt sveita-par,
sem ætlaði út í móa
ógleði til að lóga;
— ófrelsi’ er alstaðar.
Bílar sjer burtu lauma,
brennivíns þrýtur svall.
Sigurjóns sálin nauma,
söfnuðinn kveður auma.
— Hann þjenaði þúsund-kall.
Z.
sjónafrelsisins, þegar fávísir ofstækisseggir steyttu hnefana móti andlegu frelsi hennar? Hún lagði niður
skottið eins og barinn hundur og þagði. Jeg hefi samið esperantiska orðabók. Flestöllum hefi jeg kent
esperantó.
Jeg vakna kl. 8 á hverjum morgni og byrja þá að lesa eða skrifa esperanto í rúminu. Stundum les
jeg Brjef til Láru spjaldanna á milli og safna úr því öllum orðunum. Kl. 10 klæði jeg mig, geng úti í
eina klukkustund, iðka líkamsæfingar I. P. Yoga og baða mig upp úr creolsoda og chlor og baðtóbaki og
allskonar undursamlegum lyfjum. Klukkan 12 jet jeg og held fræðandi fyrirlestra um esperantó til kl.
7. Þá fer jeg á rakarastofu og renni augum yfir dagsins pólitík. Að því loknu jet jeg. Eftir kvöldmat
les jeg og skrifa esperantó, heimsæki kunningja mína og fræði þá um stjórnmál, esperantó, sálarfræði,
dulspeki, háspeki, guðspeki, heimspeki, stjörnuspeki, bókmentir og tunglspeki og læt hugann fljúga á
engilvængjum. Jeg hefi fullkomna þekkingu á náttúru fólks og kann alveg afbragðsvel að hegða mjer.
Stundum segi jeg æfisögur mínar, mannkynssögur og veraldarsögur, og gæði fólki á draugasögum og
biblíusögum og allskonar lygasögum, eða hermi eftir sjera Bjarna og ólafi. I því er jeg afburða snilling-
ur eins og öllu öðru, sem jeg tek mjer fyrir hendur. KI. 1 legst jeg til hvílu og ligg andvaka til kl. 4 og
held langar og snjallar tölur á esperantó og umsný heimskunni í speki. Því næst stekk jeg fram á gólf
og baða mig hátt og lágt úr carbolvatni og munnvatni, til þess að vinna bug á óróleika holdsins. Seinni
hluta nætur upptendrast jeg af fossandi eldmóði, sem lemur mig til að grípa penna og pappír og uppbyrja
eitt vísdómsþrungið skrifirí, af því að innaní mjer hamast óviðjafnanlegur andi, guð eða djöfull, fyll-
andi minn ótæmanlega heila af allskonar vitrunum og inspirationum, sem þeyta pennanum með 160 km.
hraða eftir pappírnum í 3 klukkustundir. Jeg vakna kl. 8 að morgninum og byrja þá að lesa eða skrifa
esperantó í rúminu. Stundum les jeg Brjef til Láru spjaldanna á milli og safna úr því öllum orðunum
og svo framvegis. Þorbergur Spegilsins Þórðarson.
40