Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Síða 87
VIII.
hlaut síldina’ í arf
og saltfisk í vöggugjöf.
Þar gátu sjer ragarar feikna frægð,
sem fylgir þeim út yfir gröf,
en þorskurinn mænir úr marardjúpi
á Malmquist og Skafta frá Nöf.
Menn leggja’ út á djúpið með vaxandi von,
þótt vetri og blási kalt.
Svo skellur hann á með skammdegis byl,
þeir skilja’ eftir línuna’ og alt.
Og svo fer bankinn að telja tapið,
og tapið er — hundraðfalt.
Kreppan er skollin á konur og menn,
og kommúnistum er rótt.
Því þeir hafa aldrei eyri hætt
nje aflann í djúpið sótt. —
Framtíðin: verðlaus farmur af síld,
og fortíðin: dans um nótt.
IX.
Komið, allir lýðir, lúðrar gjalla!
Lítið upp á þingsins palla!
Þjóðar forsjón, þing og stjórn, hjer situr,
þjóðar forsmán, agg og flokkakritur.
Jónas, Tryggvi, Einar — en sú þrenning!
Íhalds-Júðarnir og Bolsamenning.
Þessir stjórna þjóð og öllu landi.
Það er dálaglegur fjandi.
Kaupmenn, bændur, Iögmenn, læknar, prestar
liggja hjer við þingsins festar.
Bitlinganna hjer er helsti staður.
Hannes stutti og Guðrún þingkvenmaður.
Allir vilja eldi að köku skara,
ausa út fje, en tala um að spara.
Hjer er framsókn æðst í orði og verki
undir Tímans brennimerki.
X.
bOLrS hefir breyst síðan bygð hans var reist,
* ™ hans búvit ei treystist við síld hjer að fálma.
Hans auðmjúku hjú, sem voru einlæg og trú,
þau eru nú snúin; hjá Bolsum þau mjálma.
Ef þeir Skallagrím sjá, sem að líta’ út á lá,
<TA5
83