Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Síða 67

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Síða 67
Fallið vígi. (v. Á Austfjörðum var fyrir eina tíð stundað hvaladráp mikið. Munu það hafa verið Norðmenn „frændur“ vorir, sem aðallega stóðu fyrir því, þ. e. hirtu af því ágóðann, en sennilega hafa þeir að einhverju leyti lofað Islendingum að vinna að hvalskurði og bræðslu. Einu minnismerkin um veru Norðmanna hjer í þeim tilgangi — fyrir utan kanski einhverja fólksaukningu í landinu — voru til skamms tíma forsætisráðherrabústaðurinn í Tjarnargötu, svo og reykháfur mikill, aust- ur á Fjörðum, er Sveinn hinn gamli í Firði mun hafa tilprangað sjer fyrir slikk, eftir að hafa stökkt Norðmönnum á flótta af Austfjörðum. Hefir reykháfur þessi hingað til staðið þar, sem sorglegt minnismerki um burgeisa og kapítalista, og verið öllum góð- um Tímamönnum þyrnir í auga. Þótti því Sveini sem ekki væri úr vegi, að vígi þetta fjelli fyrir 1930, og var það vel hugsað. En reykháfurinn var hinn rambyggilegasti, svo Sveinn treystist ekki til að ráða niðurlög- um hans af eigin ramleik, sem ekki var að furða, því Sveinn er töluvert eldri en reyk- háfurinn, þótt báðir væru farnir að láta á sjá. Hvort Sveinn hefir sjálfur átt hugmyndina, eða fengið hana lánaða, vitum vjer eigi, en nokkuð var um það, að hið góða skip Ægir, sem hafði lítið að gera um þær mundir, þar eð togarar voru í jólahugleiðingum miklum og því friðsamir, var kallaður á vettvang, til að ráða niðurlögum íhalds- vígisins. Stóð svo vel á, að fyrir Ægi er sá maður, sem er búinn að sýna það fyrir löngu, að hann gefur að skotfimi ekkert eftir Wilhelm sáluga Tell, sem forðum skaut eplið af höfði sonar síns, þó ekki með fallstykki, að vísu, heldur með boga. Hjer var því alt í lagi, og hófst skothríðin þegar er skipið var komið á vettvang. Voru fallstykki steytt og reykháfnum gefin breiðsíða, og höfum vjer fyrir satt, að eitthvað af skotunum hafi hitt, enda hlýtur reykháfurinn að hafa verið auðveldara skotmark en kaskeiti á þýskum vjelstjóra. En í staðinn fyrir að falla, stóð háfurinn eftir sem áð- ur, en sem sönnun fyrir ágæti skotfæranna voru á honum göt allmörg. Þetta líkaði Sveini ekki, og færði sig því úr kjallara þeim, er hann hafði leitað skjóls í, meðan skothríðin dundi yfir kaupstaðinn. Fór hann á fund skip- herra og kom þeim saman um það, eftir nokkrar bollaleggingar, að nú væri góð ráð dýr. En þar eð ríkis- eða landhelgissjóður átti að borga, gerði það ekki svo mjög til, og var því tekið það ráðið, sem vænlegast þótti, og snöru mikilli brugðið um háfinn og hinum enda spottans hnýtt aftan í skip- ið. Var þá ekki nein þörf á að stíma minna en sex mílur, sem er minnsti hraði her- skipsins á höfnum inni og í hafís, enda þaut það þegar á fleygiferð, með reykháf- inn í togi. Fjell hann með braki og brest- um, en antikapítalistar Austfjarða tóku of- an og gerðu bæn sína, sem eðlilegt var. Hve lengi hið góða skip hefir haft íhaldsreykháfinn í eftir- dragi vitum vjer ei, en er hann var fallinn, mun eitthvað hafa verið farið að hugsa til ferða norður fyrir land, til þess að vera við stranduppboð eftir Þór sáluga, og teljum vjer líklegt að síðustu mol- arnir af þessum illræmda reykháf liggi á mararbotni einhversstaðar á Húnaflóa, ef hann þá er ekki notaður til þess að regúlera ferðina á Ægi, þegar hann fer um grunnan sjó. 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.