Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 34

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 34
stúlknanna, en svona nokkuð þekkist náttúrlega ekki hjer á landi. — No-o, fínt í það, segjum vjer. Ekki er nú víst nema vjer sjeum þar með á nótunum líka, þjer verðið að muna, að við erum þúsund ára gömul menningarþjóð. — Nú jæja, segir Gani, þegar jeg var búinn að vera þarna í nokkur þúsund ár, fór mjer að leiðast vistin, enda var jeg í þann veginn að verða atvinnulaus, eftir að Seifur fjekk brennivínsslag- ið og varð að hætta að smakka það. Þá stakk jeg af til Ítalíu, en þar tók ekki betra við, því þar var einn af landsmönnum ykkar, sem kallaði sig Þorvaldsen, og hann stal mjer (á dönsku: huggede mig). En jeg var nú búinn að fá nóg af allri kynvillunni hjá Seifi, og notaði enn einu sinni tækifærið, þegar Þorvald- sen var á því, og strauk til Kaupinhafnar. Þar komst jeg að hjá honum Jóhanni Hansen og þurkaði rykið í safninu hans, og það var allra besti maður að vinna hjá, því hann ljet mig ekki uppvarta hjá sjer nema rjett á stórhátíðum. Þess vegna er jeg hálfhissa á því, að honum virðist ekki hafa líkað meir en svo við mig, úr því að hann fór að afhenda mig honum Matthíasi, og senda mig klæðlausan til íslands 1 þennan líka bölvaðan hundakulda, sem hjer er. Svo fer Matthías með mig beint til Jónasar, og hann ráð- stafar mjer hingað í kvennaskólann. Og þar fanst mjer fyrst, að jeg ætlaði að fara að kunna við mig inn- an um allar þessar indælu stúlkur, sem þar eru geymdar. En Adam var ekki lengi í Paradís. Haldið þið ekki, að drekinn reki mig öfugan burt, og segi að jeg megi skammast mín að vera svona alstrípaður inn- an um stúlkurnar sínar. Jeg varð auðvitað foksvondur, því að það er mjer eiður sær, að jeg var ekki farinn að gera mjer neitt títt við stúlkurnar, — var sem sje ekki farinn að fá neitt færi, enda var þetta ekkert sem jeg stóð þarna við. Hvern djöfulinn finst yður jeg nú eigi að gera? — Mjer finst fyrst og fremst, að þjer eigið að losa yður við þessa múnderingu, sem þær hafa klætt yður í, segjum vjer, það er aldrei fínt að villa á sjer heimildir. — Rjett segir þú, hinn frómi, segir Gani, og þrífur af sjer gall- ann og þeytir honum út í tjörn. Hvað svo? — Jeg skal reyna að skaffa yður gisting á Hernum, segj- um vjer, á meðan jeg reyni að útvega yður blífanlegan samastað. — En hvar verður hann? spyr Gani. — Ja, fyrst svona bölvanlega tókst til með þessa kvennastofnun, segjum vjer, ætla jeg, með atbeina Jón- asar vinar míns, að reyna að koma yður fyrir á símanum. — Evoé! segir Gani. Eitt viðtalsbil við fjármálaráðherra. Það er ekki hlaupið að því að finna fjármálaráðherrann, núna, um hábjargræðistíma stjórnar- flokksins. Enda ætlaði mjer líka að reynast það leikseigt. Loksins gat jeg þó „nappað“ hann í fyrradag um leið og hann ætlaði að stinga sjer inn í Alþingishúsið. „Góðan daginn, herra ráðherra", sagði jeg. „Má jeg framkalla sjálfan mig fyrir yður. Jeg heiti Eyvindur, er kandídat af samvinnuskólanum og .... “ „Góðan dag“, svaraði hans hágöfgi, „en jeg er hræddur um að þjer hafið hitt á vitlausan ráð- herra; því jeg hef andskotann ekkert að gera með þessar atvinnubætur samvinnuskólastrákanna“. „Þjer takið mig fyrir vitlausan mann, herra ráðherra. Haldið þjer að maður með mína hæfi- leika þurfi á svoleiðis atvinnubótum að halda? No, sir, elskan mín! Jeg er einn af aðalritstjórum Speg- ilsins“ (reyndar var það nú lygi hjá mjer) „og er hjer kominn til að tala við yður — með tveimur eða þremur hrútshornum — sem slíkur“. „Jeg er nú óvanur að munnhöggvast við þessa blaðasnápa. En um hvað viljið þjer tala? Tóbak, olíu, einkasölu eða pólitík?“ „Ja,--------hvernig ætli þetta fari alt saman, með hann Auðun vestfirska?“ „Blessaðir minnist þjer ekki á það; það eru eintóm illvirki og lævísi á báða bóga“. „Og kannske Jónas sje lævirkinn, þótt ekki sje hann nú beinlínis söngfuglalegur ?“ sagði jeg og speglaði mig í andliti ráðherrans. „Hann er að minsta kosti enginn einyrki", svaraði ráðherrann, „en jeg má nú ekki vera að því að tala lengur um þetta, því jeg verð máske settur í þingvíti, helvíti, eða hvað það nú heitir, ef jeg mæti ekki í tæka tíð þarna inni. Forsetarnir eru orðnir svo skratti uppástöndugir með það, að öllum þingsköpum og ósköpum sje fylgt. Svo getið þjer sagt Speglinum það, að jeg fylgi sannfæringu minni og samvisku, hvað sem húrrar og tautar, og hvað sem hinir gera. En svo megið þið ekki koma með neina spjespegilmynd af mjer, því annars læt jeg landsverslunina taka allar auglýsingarnar af ykkur“. Jeg ætlaði nú að kveðja kurteislega, en þegar þar að kom var fjármálaráðherrann þotinn ein- hvern fjárann út 1 buskann, og hefi jeg ekki sjeð hans blíða auglit síðan. Eyvindur. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.