Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 150
/ /
Arbók Islands 1934.
Árið hófst, eins og svo oft endranær, með nýársfagnaði Sambands íslenskra Timburmanna, og
gengu þeir að því hófi loknu í Alþýðusambandið, að undangengnum hótunum um útilokun frá allri vinnu
framvegis. Óttuðust þeir „harðfylgi samtakanna" og lúffuðu. Misbresta-ár til lands, lofts og sjávar.
Jónas Þorbergsson samt útvarpsstjóri. Obitus politicus Tryggva Þórhallssonar. Skeði á þann hátt, að á
öndverðu ári var stofnaður nýr stjórnmálaflokkur og kallaður Bændaflokkur. Veik þá Tryggvi úr Fram-
sóknarflokknum, og varð til þess, að hann fjekk fleiri kveðjur en einum manni væri fært að rísa undir,
að því er hann sjálfur sagði. Hitt sagði hann ekki sjálfur, að kveðjurnar voru allar frá framsóknar-
mönnum, en þó sjerdeilislega Strandamönnum og voru hinstu kveðjur. Nefndur Bændaflokkur virtist
í fyrstu ætla að gera heldur litla fígúru við kosningar, en svo fór, að hann kom þremur slíkum að, nefnil.
Hannesi, sem er móðurskip flokksins, og Briem og Magnúsi T., sem eru eftirbátar Hannesar og virðast
una því vel — Magnús þó síður. Fyrra hluta árs voru óeirðir miklar og umbrot innan flokkanna, og
komst siðferði manna í pólitíkinni á lægra stig en áður hafði þekkst, og mátti með sanni segja, að
stjórnmálamenn styngju samvisku sinni svefnþorn, þeir sem ekki höfðu þegar stungið henni líkþorn.
Stjórnin hjekk í lausu lofti, og var það alment álit andstæðinga hennar, að það væri mjög við hennar
hæfi. Forsætisráðherra, sem enn var, bauð sig fram til þingmennsku í Vestur-ísafjarðarsýslu — utan
flokka, því enn var í nokkurri óvissu, hvorum betur myndi veita. Náði hann kosningu engu að síður, og
þrátt fyrir ófullkomna greinargerð fyrir sannfæringunni, og kusu kjósendur hann „uppá lóna“, sem
síðan er kallað.
Snemma á árinu fór nýr sendiherra stjórnarinnar, Gunnlaugur að nafni, ungur maður og ekki
almennt þekktur, en efnilegur talinn, til markaðsleitar í Eystrasaltslöndum. Gerði hann kaupmanna-
höfn í danmörku að aðalbækistöð sinni eða óperasjónsbasis. Barst hann mikið á með höfðingjum, og
mátti segja, að yfirvöld staðarins bæri hann á höndum sjer og síðast til skips, er hann venti til Sögueyj-
unnar að lokinni markaðsleitinni, sem þó bar engan árangur, enda hafði hann starfað hjá Síldareinka-
sölu ríkisins. Tjeð Síldareinkasala lauk einnig störfum á árinu við sama orðstír og áður hafði fylgt
henni; þó er málaferladeildin enn starfandi úti í löndum. Vígahnöttur sást í kjördæmi Eysteins, hinn
13. febrúar. Var hann rauður og þrútinn og stóð aftur úr honum blár bensínloginn. Var þetta um það
leyti dags, er Eysteinn ætlaði að fara að borða litla skattinn, og gaf þessi samstilling viðburðanna hon-
um hugmyndina um bensínskattinn.
Nokkru fyrir kosningar fann Stefán Jóhann það út og skrifaði um í blöðin, að ýmislegt væri enn
ógert í Reykjavík. Er óhætt að segja, að fá tíðindi hafi vakið jafn almenna og óskoraða eftirtekt og
skelfingu, og var sem menn vöknuðu við vondan draum. Fjekk Jón Þorláksson öll völd í Sjálfstæðis-
flokknum í hendur Ólafi Thors sárnauðugum, og hætti við að bjóða sig fram til þings, til þess að geta
gefið sig óskiftan við bæjarmálum. Var þetta orsök stærri tíðinda, því samkvæmt ummælum andstæð-
inga Jóns, ætlaði hann að veita eitruðu drykkjarvatni til höfuðstaðarins, en hætti þó við, því kosningar
stóðu fyrir dyrum. Engu að síður varð þetta upphaf hinna almennu vörusvika, er mjög blómguðust á
árinu og veittu mörgum atvinnu. Stóð þá hagur lækna með svo miklum blóma, að þeir sáu sjer fært að
halda sýningu á matvælunum og þeirra aðskiljanlegu verkunum. Fyrir kosningar skoraði Hermann
Magnús Guðmundsson á Hólminn í Skagafirði og skaut ótt og títt á snöggu blettina, en Magnús þvæld-
ist fyrir og lagði kollhúfurnar og höfðu Skagfirðingar litla skemtun af. Landbúnaður valt á ýmsu á
árinu. Peningur fjell víða og hvarf sumstaðar fyrir fullt og
allt, svo sem í Landsbankanum. Kýr fanst rekin af sjó. í Kefla-
vík og vildi enginn eiga. Loks var það ráð tekið, að skrifa eftir
markaskrám úr öllum heiminum og kom það þá í Ijós, að þetta
var reyndar kýr vestan úr Bandaríkjum, sem strokið hafði úr
landi undan afurðaeinkasöluskipulagsfargani Roosevelts-stjórn-
arinnar. Þótti þetta illur fyrirboði og varð það líka. Helsta
nýmæli ársins í landbúnaði var það, að láta kýr jeta gamalær.
Gerði þetta lukku, nema helst hjá ánum. Snemma á árinu komu
upp eldar miklir í Vatnajökli. Voru það jarðeldar. Varð þá
Skeiðarárjökull svo óttasleginn, að hann hljóp í sæ fram og
146