Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 75

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 75
Víkingslund Islendinga. lv.m Þegar forfeður vorir — sem altaf er verið að hvetja oss til að líkjast — fóru í víkingu og gerðu strandhögg, var það vani þeirra að ræna því, sem fingur á festi, en spilla því, er þeir máttu ei með sjer hafa. Þetta gerði bæði Egill Skallagrímsson og ýmsar aðrar íhaldsbullur, sem verið er að segja, að vjer sjeum komnir af, um leið og verið er að fárast yfir úrkynjun hins norræna öndvegisstofns. Að mínu áliti er þetta ekki annað en bölsýni, því dæmin eru deginum ljósari, að vjer erum ótrauðir til stór- ræðanna, er í það fer. Aldrei stal Leifur heppni víkingatrillubáti til að leggja á honum einn saman út á hið opna haf, að haustlagi, og aldrei stal Egill Skallagrímsson kompás og bensíni, svo sagan hermi. Og svo minst sje afreka á landi, þá kom hjer fyrir skemstu atvik fyrir, sem sýnir berlega, að menn geta brotist inn í hús, rjett eins og í gamla daga, nema hvað aðferðin er miklu raffineraðri nú, sem við er að búast með vaxandi siðmenningu. Á síðari árum er það alsiða, að rykaðir Reykvík- ingar og efnaðir draga sig út úr bæjarrykinu og haf- ast við á sumrin í svokölluðum sumarbústöðum í nærsveitunum. — Er þetta stórmikil framför og sýn- ir eflingu auðvaldsins, þótt sumir telji ekki framfar- irnar hafa komið mjög niður á byggingarlistinni. Eru sumarbústaðir þessir tilvaldir til að gera inn- brot í þá — þ. e. a. s. hvað sportið snertir, því ábati er sjaldan mikill, en það er klaufaskap gestanna að kenna, því þeir koma sjaldnast fyrr en búið er að flytja alt fjemætt burt. Þó var hjer fyrir skömmu gerð undantekning frá þessu, og var sýnilegt, að hjer var meiri vitmaður að verki en plagar að vera. Svo er mál með vexti, að borgarstjóri vor hefir í sumar búið í kastala allramgjörvum inni við Elliða- ár. Var kastali þessi upphaflega bygður af Englend- ingum nokkrum, er stunduðu laxveiðar hjer um alda- mótin, en nú mun hann eign bæjarins, eins og árnar, sem einnig voru um eitt skeið í erlendri eign. Var borgarstjóri nýfluttur til borgar sinnar, er atburðurinn gerðist, en hafði þó enn eigi hirt pjönkur sínar úr húsinu. En er þær skyldi sækja, var vart við mann, er forðaði sjer með miklum hraða frá hús- inu, og stefndi upp til óbygða. Og er komið var í húsið, sást að þar höfðu gestir verið. Fundust þar með- al annars gúmmískór, sem vart mundu hæfa mennskum mönnum, heldur tröllum eður útilegumönnum, en hins vegar voru sunnudagaskór borgarstjórans á bak og burt, svo og kápa, er hann hafði fengið í tannfje, og fleiri fatnaður. Nokkrar niðursuðudósir höfðu verið sprengdar upp með dynamíti og inni- haldið jetið, þó hafði gestinum ekki geðjast að innihaldi grísasultudósar einnar, er þar var, og látið það mikið til í friði. Til þess að gera sjer lífið þægilegt hafði hann sett straum á rafmagnsofn, er þar var, og var því hlýtt og notalegt í skálanum. — Ber sagnfræðingum saman um, að það hefði Egill Skalla- grímsson aldrei gert, heldur hefði hann tekið einkasölueldspítu frá Kreuger úr vasanum og kveikt í kof- anum. Heldur ekki hefði hann forsmáð grísasultu, því Egill var enginn grasbítur, heldur ljet hann óvini sína „bíta grasið“. Og það var einmitt þessi dós, sem kom upp um fílinn, því auðsætt þótti, að hjer hefði vitlaus maður verið að verki, að skilja eftir slíkan höfðingjamat. Enda kom það á daginn, að þegar Sherlock Holmesar vorir höfðu afvatnað í sjer heilana um hríð, sýndi það sig, að gesturinn var einn af kostgöngurum Lárusar doktors á Kleppi. Hafði honum þótt þar matvist ill, og viljað prófa lifnaðarhætti höfðingjanna, en komist að sömu niðurstöðu sem kellingin, að „ekki er alt gott, sem höfðingjarnir borða“. Borgarstjóri Spegilsins. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.