Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 53

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 53
við brennivín og kákallinn? Endurreisn þessi er dálítið undarleg, fljótt álitið, því hún liggur í því að drepa fleiri hákalla en nokkru sinni áður. Skrápurinn, sem ætíð hefir þótt lítilmótlegt skóleður hjer á landi, er sem sje orðinn svo móðins í útlandinu, að farið er að hugsa um meiri háttar hákallaútveg víðs- vegar um heim, sjerstaklega þar sem leður er orðið svo sjaldgæft, að til vandræða horfir síðan Ólafur Hvanndal fann upp gin- og klaufaveikina. Til þess að málið sje ekki skoðað frá einni hlið, heldur minst tveim, gerum vjer oss ferð á fjögramannafari norður í Látraröst, til þess ef verða mætti að ná tali af einhverjum hákallinum. Vjer þurfum ekki lengi að bíða, því áður en varir leggur hákall nokkur trjón- una upp á borðstokkinn og brosir góðlátlega, eins og þeim er títt. — Svo þú ert frá Speglinum, segir hann, — það er blað, sem jeg les aldrei, en margt hefi jeg heyrt um það, og ekki alt sem fínast. Annars var það gott, að einhver af ykkur landskörfunum vildi tala við okkur, því vita skaltu, sveinstauli, að við kunnum engu síður að gefa góð svör og gild en kollegar okkar, þessir pólitísku útgerðar-beinhákall- ar í þinginu, eins og Jón í Alliance, Ólafur Thors og Vestmannaeyja-Jóhann. Svo þú segir, að við sje- um að komast aftur til vegs og virðingar? Já, aldeilis, það er ágætt, ef bara ekki svoleiðis stæði á, að það er lygi! Fyrr á dögum var þó haft svo mikið við okkur, að við fengum almennilegan mat í okkar eigin erfisdrykkju, svo sem hrossaket og rauðbirkna stráka, vætta í rommi, en ef þið ætlið að fara að veiða okkur í net, hvað verður þá um krásirnar? Annars hefi jeg ekki þurft að kvarta, því jeg hefi fengið minn bróðurpart af krásum ykkar, og það án þess að láta fyrir þær lífið, því það get jeg for- talið þjer, væskill, að jeg er mesta afæta, sem hjer er til í Norðurhöfum, en önnur mesta er konan mín, hákellingin, sem þú sjerð þarna. Að vísu skal jeg ekki fortaka, að einstaka öngulstúfur eða keðju- spotti hafi flækst með, en maður er nú ekki að kussa slíkt, því við eigum ekki vanda til botnlangabólgu eða innanskammar, eins og þið. Sem dæmi get jeg nefnt þjer, að þegar einn föðurbróðir minn var veiddur — jeg var þá eitthvað um fermingu — kom innan úr maga hans: tvær ljósbaujur, þrjár billiardkúlur, tveir bobbingar, eitt Lúðvíksherfi, eitt kvartjel af Hreinssápu, ein rommflaska (tóm), ein 50 punda rúlla af gaddavír, fjórir sextommu spíkarar, fimm pakkar af allskonar nöglum og skrúf- um, og loks tveir árgangar af Tímanum, ásamt fjórum kílóum af Alþingistíðindum og doktorsritgerð Guðbrands Jónssonar. — Svo þú segir, að þeir ætli að fara að hagnýta sjer af okkur margt annað en lifrina? Þann vísdóm þurfti jeg ekki að sækja til þín, því að jeg kaupi bæði Moggann og Fálkann og er því ekki eins ófróður og þú heldur. Þar stendur, að nú ætli menn að hætta að grafa okkur niður í mykjuhauga, til þess að gera okkur lostætari! Jeg segi nú bara: Tempora mutantur, eins og þeir hafa eftir Halldóri heitnum skruðning. Og einhversstaðar las jeg, að Kínverjar sjóði súpu úr uggunum af okkur; þá verð jeg að segja á móti, að í þetta einasta sinn, sem jeg náði í Kínverja, þá át jeg hann blóð- hráan með skít og öllu saman, — og varð gott af. En viltu ekki annars skila til þessara nýmóðins há- kallaformanna, að ef þeir ætli sjer að veiða mig og hákellingu mína í net, þá verði það að vera eitt- hvað sterkara en Sigurjónstroll eða vírnet frá Mjólkurfjelaginu, því þó jeg sje farinn að gerast gaml- aður, eru tennurnar þannig enn, að sjálfur Bernhöft þyrfti ekki að skammast sín fyrir fráganginn á þeim. Til þess að gefa orðum sínum frekari áherslu, beit hákallinn stórt skarð í öldustokkinn, svo vjer urðum að taka brimróður í land, enda kærðum vjer oss heldur ekki um, að hann biti skarð í sporð vorn, svo vjer yrðum að flækjast gegnum lífið eins og skoskaður saltfiskur. Í-^Uíkcir. (iii. u.) Ofan úr sveitum eru menn að síma, að ekki hafi rignt í langan tíma. Þar faili alt úr þorsta og því-um-líku. Og það var ekki að búast við að menn ættu von á slíku. Ætla má að uppskerulaust verði alla leiS frá Hriflu að Ráðagerði. Þjóta um landið þyrkingslegar gjólur, svo þær eru að deyja, skrælna og visna, Morgun- blaðsins fjólur. Það er alveg augljóst auma standið, ef ekki kemur danskt vatn inn í landið, Borgbjerg gæti borið það til landsins og býtt því út með hjálp og tilstyrk Alþýðu- sambandsins. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.