Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Síða 158
Sfúdenfamófið. «.
Það er varla að efa, að mikið hafa danir sjeð eftir íslendingum, þegar þeir misstu þá úr greip-
um sjer, anno 1918, því þó þeir hjeldu grænlandi eftir sem áður, þá er minni höfðatalan þar af mann-
fólki, og ekki var það heldur nema hálf bót að fá suður-jótlandi aftur, eða öllu heldur hefndargjöf,
því það varð ekki annað en kostnaður, en danir nískir. Það er bæði skömm og gaman að horfa uppá
allt það utanípiss, sem átt hefir sjer stað milli „sambandsþjóðanna" æ síðan; skömm vegna þess hve
andstyggileg slík læti eru yfirleitt, og gaman vegna þess, hve jafnilla báðum pörtum hefir tekist að
varna því, að hrosshófurinn skryppi öðru hvoru niður úr þeim hundaberki hræsninnar og „vináttunnar“,
sem þeir eru að þykjast reyna að dansa á. Stundum verða þessir árekstrar óviljandi, svo sem flaggið
fræga á Þingvöllum 1980, sem ekki var til staðar þegar á því þurfti að halda, en stundum viljandi eða
af heimsku, svo sem færeyjaflaggið á sama stað og tíma. Oftast er þó um viljaverk að ræða, þegar þess-
ir tveir partar eru að dingla skotti hvor framan í annan, í stað þess að vera hreinskilnir og talast ekki
við, úr því það getur ekki orðið hneykslislaust. Síðan atburðina, sem nefndir voru, árið 1930, hefir
„málinu verið haldið vakandi“, hvenær sem þjóðirnar hafa hittst, sbr. knattspyrnuna frægu í fyrra og
svo kemur stúdentamótsvelkomstin hjá berlingi, svo sem kvittun fyrir hana í ár, svo ekki þurfi að
hallast á. Að blaðið jetur allt ofan í sig daginn eftir, og játar sína menn vera kjána, sem sjeu ekki
starfi sínu vaxnir, er algjört aukaatriði — slíkt finnst danskri blaðamannaæru margfalt tilvinnandi.
154