Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 144
Hitlersfáninn á Akureyri.
(IX. 1.)
Þetta skeði áður en Tryggvi í Víðikeri hóf gos-starfsemi sína, og hafði því allan möguleika til
að verða merkasti viðburður ársins í höfuðstað Norðurlands. Eigum vjer væntanlega eftir að sjá marg-
ar og merkar skýrslur um viðburðinn, þegar Norðlingar fara að svara spurningu Mogga um „þrjá
merkustu viðburði ársins“, og fyrirgefst oss því vonandi fremur, þó hjer verði ef til vill ekki svo ítar-
lega sagt frá sem skyldi.
Það bar við á Akureyri fyrir nokkuru, að Hitlersfáni
'/*I
einn týndist sem oftar, í ofviðri, en al-
ment var haldið, að þjóðhnöggvingar væri
hjer að verki, því þeir hafa lengi verið
illa staddir með snýtuklúta, og reynt að
bæta úr því eftir föngum á kostnað Þjóð-
verja. Nokkru síðar skeður það, að sjúkl-
ingar tveir á hospítali Akureyrar eru að
viðra klóróformið úr nösum sjer úti í gras-
garði stofnunarinnar og finna þá dulu
eina, sem síðar reyndist að vera nærbux-
ur, sem strokið höfðu úr þvotti. Var und-
ir eins ályktað, að hjer væri Hitlersfán-
inn fundinn og átti nú að hafa upp úr hon-
um stórfje með því að ofurselja hann kon-
súlnum á staðnum, en hann er jafnframt
dýralæknir og var í þessu bili að sakra-
menta svín, sem Kaupfjelagið hafði í
hyggju að senda „yfir landamærin". Hins-
vegar var vinnukonan heima og kom málinu þegar til rjettvísinnar, og brá hún við skjótt og sendi út
þrjá bíla til að smala saman þeim, sem við málið voru riðnir. Fór þá eins og í hótanabrjefamálinu hjer,
að mönnum varð hált á því, að hafa ekki einkaleyfi á nafni sínu. Eitt vitnið bar það, að Sigurjón son-
ur spítalaráðsmannsins hefði fundið fánann, en sjúklingurinn, sem fann hann, hjet reyndar Sigurjón,
og lá því við sjálft, að Sigurjóni hinum saklausa væri orðið hált á því, sem „Sigurjón og fjelagi hans“
höfðu gert, sem sje að draga duluna upp úr skítnum og gera tilraunir til að koma henni í verð. Ætlaði
honum þannig að verða hált á því að eiga nokkurn nafna hjer í heimi. Þó mun sannleikurinn hafa
komið í ljós um síðir og málið fallið niður, eftir mikla fyrirhöfn og tilkostnað. Buxurnar verða vænt-
anlega innlimaðar í „krímínalmúseum“ Akureyrar,
Úr biðsfofu
karföflu-
dokforsins.
(IX. 4.)
140