Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 109
2. kafli: UM ROLLUKET.
11. gr.
Aðalinnflutningstollurinn skal þegar lækkaður niður í 1 kr. pr. 1/2 kg., að viðbættum venjulegum
og óvenjulegum viðaukum fyrir innflutningsmagn, er nemi alt að 13 tunnum árið 1932—1933.
12. gr.
Þegar norsku stjórninni sýnist, verður lagt fyrir Stórþingið frumvarp um hækkun á aðaltollin-
um um 5 au. pr. kg. og um heimild til að endurgreiða íslensku ríkisstjórninni mismun þess tolls, sem
greiddur hefir verið, og tollsins skv. nýja aðaltollinum, í báðum tilfellum með öllum hugsanlegum og
óhugsanlegum viðaukum, að því er snertir sama magn, sem að framan greinir. Ekki skal leggja frum-
varpið fyrir Stórþingið fyr en íslendingar hafa staðfest samning þennan, enda er Stórþinginu ekki skylt
að fallast á frumvarp þetta.
13. gr.
Nýi aðaltollurinn skal gilda framvegis um innflutningsmagn, sem fer lækkandi niður í ekki neitt
eftir 1938.
14. gr.
Af því íslensku saltkjöti, sem heimilt er að flytja til Noregs á hverjum tíma skv. framansögðu,
má selja þar í landi á hverjum tíma eftir því, sem norska stjórnin ákveður, og verði greiðsluskilmálar
sem henni sýnist.
15. gr.
Nú verður eitthvað óselt af íslensku saltkjöti í Noregi og má þá endursenda það til íslands án
endurgreiðslu tolls, eða sökkva því í sjó á kostnað íslendinga, þar sem tilvísað verður, og ekki nær
en 50 sjómílur undan landi, enda greiði íslendingar ekkert legkaup fyrir kjötið.
16. gr.
Skylt er íslendingum og heimilt að nota norsk skip til flutninga milli landa og við strendur lands-
ins, enda greiði þeir fulla leigu. Islendingum er og heimilt að ferðast milli hafna á íslandi á norskum
skipum gegn greiðslu hæfilegs fargjalds, sem Norðmenn ákveða. Heimilt er norskum skipum að hafa
afgreiðslu á hverri höfn og greiða hvergi útsvár eða tekjuskatt.
17- gr. , i
Á síld þá, er íslendingar kunna að verka skv. 5. gr., skal leggja útflutningstoll, eigi minna en 5
kr. á tunnu og á síldarmjöl eigi minna en 10 kr. á smálest.
18. gr.
Samningur þessi gengur í gildi hinn 15. apríl 1933 og mega Norðmenn segja honum upp með
6 mánaða fyrirvara.
Þessu til staðfestu hafa undirritaðir sett nöfn sín undir samkomulag þetta, sem gert er í 2 ein-
tökum á nesjamáli og 2 á landsmáli.
Gefið í Osló á dindilmessu 1932.
Fyrir Spegilinn:
Jón í Bandinu.
Láfi sterki. ------
Beibí.
Fyrir Noreg:
Andersen-Skjálfandi.
S. Jónsson. ------------
Öskurland.
105