Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 146

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 146
hvað verður að gera fyrir þá líka, þó þeir sjeu í minnihluta". „Svo þú vilt þá gera eitthvað fyrir minni- hlutann", segir Guðbrandur, „slík sanngirni þekkist annars ekki víða nú á dögum, sbr. íhaldsmeirihlut- inn í bæjarstjórn. En komdu nú með mjer, svo jeg geti talað við þig í næði“. Vjer göngum inn í einkaskrifstofu Guðbrands, en um leið og hann gengur, biður hann menn sína að segja sig fjarverandi, ef einhver spyrji, og til frekari varúðar, köppum vjer símaþráðinn. Þeg- ar inn í skrifstofuna kemur, flóir þar allt í prufum, sem vinir Guðbrands víðsvegar um heim hafa sent honum. „Ja, á hverju eigum við nú að byrja?“ segir Guðbrandur. „Hvað segirðu til dæmis um þessa?“ Hann tekur upp konjaksflösku með svo skrautlegri etíkettu, að hún minnti einna mest á jólamálverk eftir Freymóð. „Þessi er nú ekki gefin — 28 kall stýfðan kostar hún“. Það er líklega betra að leggja ekki á mann 40% tekjuskattsauka, ef maður á að geta keypt margar svona“, segjum vjer og horfum með lotningu á glerið. „En sem betur fer, er ekki allt svona dýrt“, segir forstjórinn. „Við höfum tekið tilbærilegt til- lit til smælingjanna, ekki síður en snobbanna, því við höfum minnst 12 sortir af konjaki, allt niður í 12 krónur“. „Það eru líka peningar“, segjum vjer. „Þá er ekki annað en fara í brennivínið", segir forstjórinn. „Það kostar ekki nema 7 krónur og við höfum blandað það sjálfir". „Nú, var það þetta, sem mislukkaðist?“ „Hefir þú líka verið að trúa þeirri íhaldslygi?“ „Nei, jeg sel það ekki dýrara en jeg keypti það, og er að því leyti ólíkur ykkur“. „Þú getur verið viss um, að slík mistök eiga sjer ekki stað hjá stofnuninni“, segir Guðbrandur. „Nei, jeg þykist vita, að þið sjeuð skárri en Mjólkursamsullið“, segjum vjer, „enda er forstjór- inn ekki hálfur hjer, eins og þar“. Guðbrandur brosir og þykir lofið gott. „Svo höfum við ákavíti frá öllum frændþjóðum vorum. Það var nú annars meiningin, að hafa bara Löiten og Álaborgara, en svo kom Guðlaugur Rósenkranz og benti okkur á, að það væri blóðug móðgun, að hafa ekki neitt frá Svíum, sem þó hafa gert okkur þann sóma, að kalla einn gíg hjer á landi eftir sjer. Jeg f jellst auðvitað á þetta, því jeg vil engan styggja, og hefi nú pantað hið ágæta „Översta“- brennivín hjá þeim, en ekki veit jeg um verð á því enn — það gerir kúrsinn“. „Ertu nú alveg hættur að blanda doggara?“ spyrjum vjer. Og forstjórinn svarar brosandi: „Jeg veit, að þú býst við játandi svari, en það er nú svo skrítið til að vita, að við höldum enn áfram, þó í litlu sje; það er sem sje eftir læknisráði, handa honum Sigvalda á Geithálsi, af því hann þarf þess vegna heilsunnar. Auðvitað töpum við á, að vera að blanda þetta í svona smáum stíl, en hvað gerir maður ekki fyrir góða kúnna. Þó hefi jeg komið því inn í bráðabirgðalög, að framvegis skuli liggja dopul sekt við að ræna Sigvalda, því það er jú ekki annað en morðtilraun og á að straffast sem slík“. „Heldur þú nú, að landinn sje úr sögunni?" segjum vjer. „Já, sem betur fer“, segir Guðbrandur. „Manstu þegar við vorum í ungmennafjelaginu og öskruðum: „Island fyrir lslendinga“?“ „Já, en það er nú svo margt breytt síðan“. „Já, sem betur fer, — en hvernig er það; eruð þið nú vel birgir af öllum þessum sortum, sem þú hefir verið að sýna mjer prufurnar af?“ — „Já, það er að segja, við erum birgir af „Svarta dauða“ — þú veist, brennivíninu, sem við blöndum; gárungarnir hafa fundið upp þetta nafn, vegna þess, að það er svo mikið svart í miðanum. En hvað snertir viskíið, þá fáum við eiginlega ekki verulegar sendingar af „Gráu merinni“, „Tjonna Voker“ og þessum helstu tegundum, fyrr en dá- lítið seinna“. „Skítt veri með það, ef þið hafið nóg handa persónalinu og intervjúurum", segjum vjer. „En við höfum billegra uxahöfðaviskí“, segir forstjórinn. „Ekki held jeg að við förum að drekka nauts- hausaviskí“, segjum vjer. „Það var heldur ekki meiningin að bjóða það vinsamlegum blaðamönnum“, segir forstjórinn um leið og hann stingur hálfum Löiten í vasa vorn. „Vertu nú sæll og segðu eitthvað fallegt um sjoppuna heldur en hitt“. Vjer lofum því og höldum af stað, einráðnir í því að gefa sjopp- unni fallegt skilti, þar sem ríkisskjaldarmerkið er í miðjunni, en undir því áletrunin: „Margt býr und- arlegt í uxahöfðinu“. Intervjúarinn. 142
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.