Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 126
Karakúlfje.
?
(VIII. 14-15.)
,,Sæll!“, segir Sigurður búnaðarmálastjóri, er hann hittir oss á götunni fyrir nokkrum dögum.
„Það geturðu sjálfur verið“, segjum vjer, „en hvaða djeskoti ertu brosleitur, þú ert þó ekki
hækkaður í tigninni í Búnaðarfjelaginu, rjett einu sinni?“
„Nei, það er nú annað merkilegra“, segir Sigurður, „það er fjölgað hjá mjer“.
„Og þótti engum mikið“, segjum vjer, „valla ertu brosandi út undir eyru af öðru eins smá-
ræði“.
„Nei, þú ert víst að misskilja mig“, segir Sigurður, „jeg var að fá karakúlfje frá Þýskalandi
í morgun, og nú vil jeg, að þú komir og lítir á það, úr því enginn er til ríkisfjehirðirinn ennþá
meðan Húnvetningar vilja ekki sleppa Hannesi“.
„Nú, jeg hjelt, að það væri bara þetta vanalega“, segjum vjer, „en fyrst svona stendur á, er
best að vjer komum með þjer og lítum á gripina".
Vjer förum niður í lest í Dettifossi og sjáum þá fjeð, og virtist það allvænlegt til frama hjer
á landi.
„Þetta er vonandi allt Tímafje?“ spyrjum vjer, því einn
hrúturinn var alveg eins og Árni í Múla í framan.
„Þó það nú væri“, segir Sigurður, „fjeð er alið upp í
Þýskalandi í Halle, en þar er eitthvert nafnkendasta kom-
múnistahreiður, og auk þess hefir hann Ásgeir hjerna L. Jóns-
son, sem var túlkur þess á skipinu, reynt að kenna því trúar-
játninguna á íslensku, ef ske kynni, að einhver íhaldshrútur
leyndist á meðal þess. Annars eru þetta hálfgerðir pólitískir
hamskiftingar, því lömbin fæðast svört, en svo þegar skepnan
er orðin veturgömul, fer hún að grána og verður loksins snjó-
hvít“.
„Það er þá öfugt við ykkur Tímablosana“, segjum vjer,
„því þó þið kannske kunnið að fæðast hvítir, endið þið altaf
kolsvartir“.
„Ja, Jónas fer nú væntanlega að hætta að lita frá sjer“,
segir Sigurður, „en annars skulum við forðast allar pólitískar
stælur hjer svo fjeð heyri“.
„Hvar ætlið þið nú að geyma þetta fje?“
„Hvar heldurðu, að fje bænda sje geymt nema í Búnað-
arbankanum“, segir Sigurður, „við ætluðum að geyma það í
Þerney, en þar er þá skoski stutthyrningurinn, sem ku vera ein-
dreginn í því að kjósa Jakob, svo auðvitað kom ekki til mála
að hafa það þar“.
„Er það satt, að Jón í Alliance ætli að gefa Rangæing-
um karakúlhrút fyrir kosningarnar?“ spyrjum vjer. „Ef satt
er, mætti benda honum á það, að bannað sje að bera fje á
kjósendur“.
Þeir hafa gert undantekningu með karakúlfje”, segir
Sigurður, „það hefir frá aldaöðli verið brúkað við ýmiskonar svindlerí
lYTJl
það var einmitt karakúl-
fje, sem Jakob forfaðir Gitlers og Spritlers og annara ísraelsmanna svindlaði Laban frænda sinn á‘
Vjer þökkum Sigurði fyrir upplýsingarnar og forðum oss.
Hvenær verður Jörundur fiðrildi? <ix. 12-13.)
spyr Stormur kollega. Oss finnst Jörundur þegar vera orðinn það, að minsta kosti hefir hann þegar
íklæðst öllum þeim pólitísku litum, sem notaðir hafa verið hjer á landi. Sama blað spyr líka: „Hvenær
hefir verið að marka Jörund?“ Spurninguna verðum vjer því miður að leiða hjá oss, en aftur á móti
gætum vjer sagt, hver síðast hafi markað Jörund upp.
122