Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 120
og fórum eins og skot, alla leiS austur að Apavatni. Við höfðum steingleymt að þvo okkur og raka, um
morguninn, þegar við fórum af Hlemmnum og gripum við því tækifærið til að gera alt okkar toilett hjer,
því nú ætluðum við að heimsækja Laugarvatnsskólann. En helgi staðarins er svo mikil, að Böðvar hrepp-
stjóri hefir svo fyrirskipað, að þangað megi enginn líta óþveginn, heldur en til Helgafells, forðum daga.
Á Laugarvatni fengum við bróðurlegar viðtökur, eins og vænta mátti og hjeldum við svo þaðan í einum
hvelli á Þingvöll. v
Eins og alt skólafólk veit, þá er Þingvöllur langfrægasti sögustaður hjer á landi, síðan Alþingis-
hátíðin var haldin þar í hitt-hitt-eðfyrra, en fyrir þann tíma var það Litla-Eyrarland — þar er nú dýrð-
in dalandi, drottins hjá bjánum. — Hverfult er heimsglysið, má segja.
En svo er girðingunni miklu og Guðmundi Davíðssyni fyrir að þakka, að hróður Þingvallar er
ekkert farinn að fölna enn þá, þrátt fyrir það, að allir eru nú búnir að gleyma hátíðahöldunum og
hesta-atinu. — En Guðmundur uppdagaði staðinn, endur fyrir löngu, eins og Leifur heppni uppdagaði
Ameríku fyrr meir, en sá er munurinn, að Guðmundur tók tryggð við staðinn og týndi honum ekki aft-
ur, eins og fornmenn týndu Vínlandi hinu góða og ljetu svo Columbus hrifsa það frá sjer, þegar þeir
máttu síst vera án þess. Sýnir þetta, að ekki eru íslendingar enn dauðir úr öllum æðum, og varla eru
þeir Leifur og Karlsefni slíkir sem Guðmundur Davíðsson. Um alt þetta má lesa miklu nánar í íslend-
ingabók hinni nýju, eftir Arnór Framsóknarfræðara. Á leiðinni til Þingvalla er bær sá er Gjábakki heitir,
þar stönsuðum vjer drykklanga stund, fórum svo þaðan, sem leið liggur, yfir hlaðvarpann í Valhöll og
sjónhendingu á Hofmannaflöt.
Hofmannaflöt er fagurt mýrarsund, vaxið fífu og gulstarungi; mætti sjálfsagt fóðra meira en eitt
þúsund kýr á heyfallinu af flæðiengi þessu, ef laglega væri á haldið, t. d. keyptar nokkrar tunnur af
síld til fóðurdrýginda, en gæta yrði þá þess, að sú síld væri úr Einkasölunni sálugu, því að annars mundi
ráðunautur búnaðarfélagsins ekki geta mælt með henni. En eins og allir bændur vita, þá dettur kúnum
ekki í hug að leggja sjer til munns aðra síld en þá, sem ráðunautin hafa gefið meðmæli sín.
Vestan við Hofmannaflöt er ansi hugguleg, lítil hæð og þótti okkur hún svo interessant, að við
skoðuðum hana í krók og kring; en með því að hún er ekki sýnd á landabrjefi okkar og ekkert er sagt
um hana í Jónsbókinni úr Ystafelli, þá sáum vér af visku vorri, að henni mundi aldrei hafa verið nafn
gefið, og vildum við því bæta úr þessu, sem allra fyrst. Tókum við því hálfflösku af Landa, ljetum marga
dropa drjúpa í kollinn á hæðinni og skírðum hana Stalin, því hún stendur eins og foldgnátt fjall og
drottnar yfir hinni endalausu flatneskju, alt í kring. Reyndar hefir okkur verið sagt síðar, að fjall þetta
hjeti Meyjarsæti, en ekkert öktum við það og heimtum að okkar nafn gildi hjeðan í frá að eilífu, enda
er það bæði fallegra og smekklegra.
Þegar við komum inn í Víðiker, sáum við reykjarmökk mikinn. Mun þar vera stór goshver, þótt
ekki sje hann sýndur á íslandskortinu, en ekki höfðum við tíma til þess að gera okkur ódauðlega með
því að rannsaka þetta fyrirbrigði og skrifa um það í blöðin.
Af Tröllahálsi ókum við sjónhendingu að Surtshelli og inn í hann, alla leið þangað sem Hellismenn
höfðu svefnkamers sitt. En eins og menn vita, þá voru Hellismenn nokkrir skólapiltar, sem struku úr
Samvinnuskólanum, til þess að þurfa ekki að taka próf og lögðust þeir þarna út og kyntu sjer allræki-
lega fjármál bænda, til þess að geta orðið leiðtogar stjettarinnar.
Eftir að hafa skoðað hellinn allan, bæði í krók og kring, lögðum við af stað. Var nú allur kengur
kominn burt úr bílnum og þaut hann, sem fugl flygi, yfir Hallmundarhraun, Þorvaldsháls og Arnarvatns-
heiði. Keyrðum við yfir nokkrar tófur, sem ekki voru nógu fljótar að forða sjer undan okkur; en eins
og menn vita, af kenslubókum, þá breyta tófur litum, eftir árstíðum og eru því altaf samlitar umhverfinu.
Gátum við því ekkert gert að því þó við grönduðum blessuðum skepnunum, en ferðin svo mikil á bílnum,
að ekki voru tiltök að stoppa hann, fyrr en við Rjettarvatn. Nafnið á vatni þessu mun koma af því, að ein-
hvern tíma mun rjettur hafa verið settur þarna og líklega að þeir Hellismenn hafi þar verið rjettaðir,
enda þótt Arnór geti þess ekki í íslendingabók sinni.
Lögðum við nú norður Stórasand og segir ekki af ferðum okkar fyr en við komum á Akureyri,
þar keyptum við viðbótar matvæli, því talsvert var nú farið að ganga á nesti okkar, það er við fór-
um með úr Reykjavík. i
Þegar við ókum um Bárðardalinn varð okkur starsýnt á stórbýlið Hriflu. Eru þar slot stór, sem
á Laugarvatni, alt bygt úr sementi frá Jóni Þorlákssyni og „þar til fjalla frammi fæddist Jónas áður“,
eins og skáldið sagði forðum daga, þegar það var þarna á ferðinni.
116