Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 48
Knud Zimsen borgarsijóra
tekið með mikilli viðhöfn í London.
(Frá frjetiaritara Spegilsins í London). (in. 21.)
London, 10. október 1928.
Knud Zimsen borgar- og umferðarstjóri í Reykjavík kom hingað til London hinn 7. þ. m. erinda
sinna. Yfirborgarstjórinn í London, sjera Karles Pató og frú hans, tóku á móti honum með mikilli við-
höfn í Mansjón Hás (salle á manger). Móttökuhátíðin fór fram í einkasölum yfirborgarstjórans. (Það
mun svara til Helga Magnússonar & Co., sem hefir
á hendi einkasölu fyrir yfirborgarstjórann í Reykja-
vík).
Var yfirborgarstjórinn í London klæddur í hinn
afar skrautlega fornmannabúning sinn og hafði
skreytt sig með hinni frægu brjóstkeðju, sem hann
hefir borið hundruðum ára saman, sem tákn virð-
ingarstöðu sinnar. Festi þessi er eiginlega sprota-
belti eins og myndin sýnir og er hinn mesti dýrgrip-
ur og öll demöntum sett, og eru tveir þeirra assúrer-
aðir fyrir 8000 sterlingspund eða 177200 krónur
~ (Moggi segir að það sje aðeins 177 þúsund krónur, ”
Viðstaddur var einnig sjera Vilhjálmur, lögreglustjóri í London. Við þetta
heimi. Borgar-
hann hafi sýnt
en það er mjög villandi)
tækifæri sýndi yfirborgarstjórinn í London Knúti gullin sín, sem eru fallegustu gull í
stjórinn í London á sverð, sem hann brúkar til þess að drepa menn með. Er mælt, að
Zimsen kutann, og mun Knútur hafa hagað sjer
skikkanlega eftir það. Kóngurinn í London er
dauðhræddur við yfirborgarstjórann og þorir
aldrei að koma ofan í miðbæ, nema borgarstjór-
inn leyfi honum það og láni honum sverðið. Má
af því marka, hvað Knútur var í miklum háveg-
um hafður í London, að hann fjekk að fara ofan
'í miðbæinn og hefir yfirborgarstjórinn vafalaust
Ijeð honum sverðið á meðan. Að hátíðinni lokinni
X ] -“fplSjjEgP'__ A-A H gekk yfirborgarstjórinn frá Mansjón Hás í langri
(jj p mhalarófu með ríðandi varðmann sjer við hlið og
----- fjölda af þjónum og sveinum á eftir sjer, alla í-
litklæðum. Vonandi fer Knud Zimsen hjeðan í dag
eða á morgun, því meðan hann hefir staðið hjer við hefir öllum búðum verið lokað vegna hátíðahald-
anna. Allir helstu menn borgarinnar hafa fengið að skoða Knút og tala við hann.
Kóngurinn í London fær að skoða Knút.
44