Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 31
fullkomið jafnrjetti við dani, ber eflaust að skilja það svo, að þessari þjóð í þessu landi sje eigi bein-
línis bannað að eignast postulínsdiska, sjeu þeir gjörðir í dönskum verksmiðjum og keyptir í danmörku.
Má af þessu marka, hve frjálsleg sambandslögin eru í vorn garð, því það, að hafa postulínsdisk uppi á
vegg hjá sjer, er nokkurnveginn það sama og að draga danskan fána á stöng á húsi sínu. Vjer komumst
því ekki hjá að láta undrun vora í ljós yfir því, að Moggi skuli ekki hafa leiðrjett þennan hvimleiða
misskilning sinn, og viljum um leið nota tækifærið til þess að þakka nefndinni fyrir hina ágætu uppá-
stungu með postulínshundinn. Sú hugmynd er svo fögur og þjóðleg, sem frekast verður á kosið, því að
þesskonar hundar hafa frá alda öðli prýtt íslensk heimili, eins og víða má sjá af fornsögum vorum,
sbr. orð Skarphjeðins: „tekit hefi ek hér hvelpa tvá“, og hina ævagömlu vísu: „Ásmundur klappar
hundi sín“ o. s. frv. Hjer getur aðeins verið átt við postulínshunda, og jafnvel í Eddu er frásögnin um
hundinn Garm, sem vafalaust hefir verið geisistór postulínshundur; sbr. líka orðatiltækin „hundgam-
all“ (því postulínshundar verða allra hunda elstir), „hundmargur" (sem sýnir glögt, hversu afskap-
lega mikið hefir verið til af þeim hjer á landi í fornöld), „hundlatur“ (því postulínshundar hreyfa sig
aldrei sjálfkrafa), ,,hundmeinlaus“ (sem aðeins getur átt við postulínshunda, því allir aðrir hundar
geta bitið), „hundvíss“ (því þeir hlaupa aldrei í felur og eru því altaf vísir) og „hundvitlaus“ (af því
þeir eru allra hunda vitlausastir), og mætti svo lengi telja.
Enn þann dag í dag eru postulínshundar á öllum betri sveitaheimilum, en þar stendur einmitt ís-
Iensk menning föstustum fótum, og það er enginn efi á því, að postulínshundar eiga enn þá glæsilega
framtíð hjer á þessu landi, sjerstaklega ef stefnt er að því marki, að flytja inn góðan postulíns-kyn-
bótahund árið 1930, og efumst vjer ekki um, að öllum sönnum Islendingum sje það metnaðar- og áhuga-
mál. Postulíns-hundur kemur heldur ekki, að því er sjeð verður, að neinu leyti í bága við danskislandsk-
samfund, heldur þvert á móti, því hundur er tákn trúlyndis og undirgefni, og má því vel heimfærast
upp á samband íslendinga við dani. Ekki þarf heldur að hreinsa postulínshunda, og eru þeir að því leyti
betri en allir aðrir hundar. Postulínshundanefndarmaður Spegilsins.
ATH.:
Oss hafa borist fjöldamörg tilmæli um að skora á Þingvallanefndina, að panta líka postulíns-ííí:
fyrir 1930, því það er eigi gott, að hundurinn sje einsamall.
Er áfengisböl fæða?
Grein þess efnis birtist í áfengisblaði Morgunblaðsins fyrir
nokkru. Var hún eftir hr. Jónas Kristjánsson, sem ku vera einhver
mesti læknir hjer á landi, eins og sjá má af því, að hann gefur aldrei
nokkrum manni recept. — Hann hefir í grein þessari tekist á hendur
það nauðsynjaverk, að hrekja útdrátt úr einhverjum bandvitlausum
fyrirlestri eftir próf. H. M. Lean, þar sem prófessorinn dirfist að halda
því fram, að áfengi geti komið í stað fæðu, og segir, að það framleiði
hita. Þetta viðurkennir Jónas að vísu, því hann segir að alkóhól fram-
leiði hita, hvort sem það brennur í líkamanum eða fyrir utan hann,
t. d. á prímus, og þetta er víst vísindalega sannað, a. m. k. að því er
prímusinn snertir. Aftur á móti virðist próf. Lean ekki hafa hugmynd
um, að alkóhól sje baneitrað, en það sýnir Jónas fram á með ljósum
rökum, því hann segir, að það sje „tær, eldfimur vökvi“ og „eldbeisk-
ur á bragðið. Þetta á þó einkum við sprúttið úr apótekinu, því frá sum-
um sprúttsölunum er það varla nógu beiskt á bragðið. Hann segir, að
venjulega sje áfengis neytt mikið blandaðs. Það er alveg satt. Venju-
lega er það blandað svona liðlega til helminga og látnir svo sem 2 drop-
ar af kúmenolíu í þriggja pela flösku, og er það ágætt brennivín, eink-
um ef það er blandað með soðnu vatni. — Hann segir, að stundum sje
sykur í því, — það þykir líka mörgum gott; þó má það ekki vera of
27