Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 31

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Page 31
fullkomið jafnrjetti við dani, ber eflaust að skilja það svo, að þessari þjóð í þessu landi sje eigi bein- línis bannað að eignast postulínsdiska, sjeu þeir gjörðir í dönskum verksmiðjum og keyptir í danmörku. Má af þessu marka, hve frjálsleg sambandslögin eru í vorn garð, því það, að hafa postulínsdisk uppi á vegg hjá sjer, er nokkurnveginn það sama og að draga danskan fána á stöng á húsi sínu. Vjer komumst því ekki hjá að láta undrun vora í ljós yfir því, að Moggi skuli ekki hafa leiðrjett þennan hvimleiða misskilning sinn, og viljum um leið nota tækifærið til þess að þakka nefndinni fyrir hina ágætu uppá- stungu með postulínshundinn. Sú hugmynd er svo fögur og þjóðleg, sem frekast verður á kosið, því að þesskonar hundar hafa frá alda öðli prýtt íslensk heimili, eins og víða má sjá af fornsögum vorum, sbr. orð Skarphjeðins: „tekit hefi ek hér hvelpa tvá“, og hina ævagömlu vísu: „Ásmundur klappar hundi sín“ o. s. frv. Hjer getur aðeins verið átt við postulínshunda, og jafnvel í Eddu er frásögnin um hundinn Garm, sem vafalaust hefir verið geisistór postulínshundur; sbr. líka orðatiltækin „hundgam- all“ (því postulínshundar verða allra hunda elstir), „hundmargur" (sem sýnir glögt, hversu afskap- lega mikið hefir verið til af þeim hjer á landi í fornöld), „hundlatur“ (því postulínshundar hreyfa sig aldrei sjálfkrafa), ,,hundmeinlaus“ (sem aðeins getur átt við postulínshunda, því allir aðrir hundar geta bitið), „hundvíss“ (því þeir hlaupa aldrei í felur og eru því altaf vísir) og „hundvitlaus“ (af því þeir eru allra hunda vitlausastir), og mætti svo lengi telja. Enn þann dag í dag eru postulínshundar á öllum betri sveitaheimilum, en þar stendur einmitt ís- Iensk menning föstustum fótum, og það er enginn efi á því, að postulínshundar eiga enn þá glæsilega framtíð hjer á þessu landi, sjerstaklega ef stefnt er að því marki, að flytja inn góðan postulíns-kyn- bótahund árið 1930, og efumst vjer ekki um, að öllum sönnum Islendingum sje það metnaðar- og áhuga- mál. Postulíns-hundur kemur heldur ekki, að því er sjeð verður, að neinu leyti í bága við danskislandsk- samfund, heldur þvert á móti, því hundur er tákn trúlyndis og undirgefni, og má því vel heimfærast upp á samband íslendinga við dani. Ekki þarf heldur að hreinsa postulínshunda, og eru þeir að því leyti betri en allir aðrir hundar. Postulínshundanefndarmaður Spegilsins. ATH.: Oss hafa borist fjöldamörg tilmæli um að skora á Þingvallanefndina, að panta líka postulíns-ííí: fyrir 1930, því það er eigi gott, að hundurinn sje einsamall. Er áfengisböl fæða? Grein þess efnis birtist í áfengisblaði Morgunblaðsins fyrir nokkru. Var hún eftir hr. Jónas Kristjánsson, sem ku vera einhver mesti læknir hjer á landi, eins og sjá má af því, að hann gefur aldrei nokkrum manni recept. — Hann hefir í grein þessari tekist á hendur það nauðsynjaverk, að hrekja útdrátt úr einhverjum bandvitlausum fyrirlestri eftir próf. H. M. Lean, þar sem prófessorinn dirfist að halda því fram, að áfengi geti komið í stað fæðu, og segir, að það framleiði hita. Þetta viðurkennir Jónas að vísu, því hann segir að alkóhól fram- leiði hita, hvort sem það brennur í líkamanum eða fyrir utan hann, t. d. á prímus, og þetta er víst vísindalega sannað, a. m. k. að því er prímusinn snertir. Aftur á móti virðist próf. Lean ekki hafa hugmynd um, að alkóhól sje baneitrað, en það sýnir Jónas fram á með ljósum rökum, því hann segir, að það sje „tær, eldfimur vökvi“ og „eldbeisk- ur á bragðið. Þetta á þó einkum við sprúttið úr apótekinu, því frá sum- um sprúttsölunum er það varla nógu beiskt á bragðið. Hann segir, að venjulega sje áfengis neytt mikið blandaðs. Það er alveg satt. Venju- lega er það blandað svona liðlega til helminga og látnir svo sem 2 drop- ar af kúmenolíu í þriggja pela flösku, og er það ágætt brennivín, eink- um ef það er blandað með soðnu vatni. — Hann segir, að stundum sje sykur í því, — það þykir líka mörgum gott; þó má það ekki vera of 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.