Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 23
Fimmbjörn í Fjórbjörn, Fjórbjörn í Þríbjörn, Þríbjörn í Tvíbjörn, Tvíbjörn í Einbjörn, Einbjörn í Hallbjörn,
Hallbjörn í rófuna og ekki gekk rófan.
Nýi kvenbúningurinn. («.1(,>
Álit Læknafjelags Spegilsins á honum.
Á ársfundi Alþjóðabandalags íslenskra kvenna á þessu ári var allmjög rætt um núverandi búning
kvenna. Hafa konur þær, er fundinn sóttu, auðsjáanlega ekki haft í huga orð Guðm. Finnbogasonar: „Hold
er mold, hverju sem það klæðist“. Enda er það eftirtektarvert, að konurnar hafa af eigin hyggjuviti sjeð,
að málið yrði ekki útkljáð þar á fundinum, og því snúið sjer til Læknafjelags Spegilsins og beðið það að
úttala sig, og bendir þetta atriði á það, að konurnar hafa í raun og veru hreint ekki verið mold, og er þá
eðlilegt, að þeim sje ekki sama hverju þær klæðast — eða afklæðast. Því hefir ofannefndu læknafjelagi
borist brjef, undirr. af frk. Hólmfríði Árnadóttur, með beiðni um, að það hjálpaði eftir megni til að
leysa þær úr þessum vanda, því engum getur blandast hugur um, að hjer sje á döfinni siðferðis-, heilsu-
og kapítalspursmál. Hefir því Læknafjelag vort með gleði orðið við beiðninni, og birtist svarið hjer í
blaðinu, svo sem og óskað var í ofangreindu brjefi, enda viljum vjer alt fyrir kvenfólkið gera, ekki síst
í þessu fataspursmáli, sem annars gæti orðið fatalt fyrir land og þjóð, núlifandi og óbornar kynslóðir.
19