Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 90
Spánn og Island.
Menn heyrast oft bvarta um það, að fráfarandi ríkisstjórn Spegilsins hafi stundum farið
ógætilega með fje ríkissjóðs, á einn og annan hátt. Meðal þessa er ein tegund pósta, sem stundum
kemur fyrir, sem sje skaðabætur fyrir ýms afglöp, svo sem eftirlaun sr. Ólafs Stephensen o. fl.
Vjer viljum, eins og sakir standa, hvorki játa þessu nje neita, þar eð vjer vitum ekki, hvort Tryggva
vorum tekst að halda einræðinu til streitu, en værum vjer vissir um það, myndum vjer ekki hika við
að brúka stólpakjaft. Það er að segja, þetta gildir um það, sem orðið var, áður en yfirstandandi
stjórnarbylting hófst. Aftur á móti er það annað, sem komið hefir á daginn um leið og byltingin,
og hjer skal frá greint — þó án allrar ábyrgðar, hvort heldur er fyrir dómi þjóðainnar, landsdómi
eða sjódómi. Allir vita, er blöðin hafa lesið (og hver hefir ekki gert það?), að fyrir nokkrum dög-
um var Spánn lýstur lýðveldi, og Fonsi konungur rekinn í útlegð. (Menn fari samt ekki að vor-
kenna Fonsa, því að hann ku eiga eina miljón kíló sterling til, sem sennilega er Thorkilliisjóður
Spánar eða landhelgissjóður). Hitt munu menn ekki gera sjer ljóst, hver ástæða var til þessarar
burtvikningar Fonsa. Náttúrlega var búið að sjóða lengi í spanjólanum, en átyllu vantaði til þess
að taka radíkalt til verka. En svo kom líka átyllan. „Sjoppunni" var lokað!!! Einhver sveitamaður
Spegilsins mun kannske spyrja, hvað þessi „sjoppa“ sje, og er þar því til að svara, að það er út-
sala Áfengisverslunar hins íslenska ríkis. Brugðust þá konungsandstæðingar Spánar við hinir reið-
ustu, og hundskömmuðu sjálfan kónginn fyrir að líða Jónasi þetta og stofna þar með atvinnuveg-
um landsins í voða. Sögðu, að nú skyldi sá erki-slambert ekki lengur sitja í konungsstóli þar í landi,
og er skemst frá því að segja, að hann varð að hröklast burt við lítinn orðstír.
Ýmsum getum er að því leitt, hver tilgangur þáverandi stjórnar vorrar hafi verið með því að
loka fyrir lindina. Einfaldasta skýringin er auðvitað sú, að henni þyki andstæðingarnir full erfiðir
viðureignar ódrukknir, og hafi óttast óspektir. En oss þykir þessi tilgáta alt of einföld til þess að
geta verið rjett, á þessum pólitísku málaflækjutímum, þegar t. d. Tryggvi er búinn að rjúfa þingið
(án þess að slíta því) áður en hann sjálfur veit af, að hann rennur á rassinn með alt saman. En strax
rís upp hjá oss sú tilgáta önnur, að Framsóknarmenn (sem nú sækja býsna lítið fram, eins og er)
hafi verið hræddir um, að einhverjir liðar þeirra myndi reynast veikir á svellinu (eins og beljum-
ar, sem eru aðalstyrkur flokksins) og myndu rúlla yfir í andstæðingaflokkinn. Svo snjöll. sem oss
sjálfum finnst þessi tilgáta, er þó ekki loku fyrir skotið, að aðrar geti komist að, því að vísinda-
menska Spegilsins athugar öll pro og contra. T. d. má geta þess til, að stjórnin hafi ekki viljað
eiga á hættu vínþurð, þannig, að ekkert yrði til í hennar eigin erfisdrykkju, en slíkt má ekki ske, að
menn mæti þar ósamkvæmishæfir. Ennfremur, og þar teljum vjer sjálfir oss hafa komist næst sann-
leikanum í þessu vandamáli: að stjómin vildi ekki stofna til þess, að alt of margir timburmenn
væðu uppi, tilbúnir til að timbra saman gálga, sem altaf má búast við, að yrði notaður — ja, hver
veit til hvers?
En hvað sem líður sannleiksgildi allra þessara tilgátna vorra, þá á íslenska ríkið von á mál-
sókn fyrir atvinnutap frá þeim herrum Fonsa, p. t. Englandi, og Hannesi í „sjoppunni". Mega þeir
herrar biðja fyrir sjer, að einhver peningur verði eftir, er vjer höfum greitt stríðskostnað þann, er af
byltingunni leiðir. Spanjóli Spegilsins.
— Hvernig ætlið þjer nú að koma laxinum óskemmdum til Egyptalands? spyrjum vjer.
— Þjer vitið vonandi, svarar prinsinn, — að vjer Egyptar höfum í mörg þúsund ár kunnað
þá list að balsamera lík, betur en aðrar þjóðir, og þannig er meiningin að fara með það af laxin-
um, sem jeg ætla að reykja eða jeta ferskan, þegar kemur þar í sveit. En hitt, sem eftir verður,
ætla jeg að salta niður í gamla múmíubelgi, sem jeg hefi tekið af forfeðrum mínum og fengið
flutta hingað tollfrítt, vegna þess að þeir stóðu ekki neinsstaðar í tollskrám og eru því ekki toll-
skyldir.
Vjer þökkum prinsinum auðmjúklega fyrir veittar upplýsingar og hneigjum oss þrisvar til
jarðar í kveðju skyni, en hann brosir konunglega og gefur oss vænt stykki af reyktum krókódíls-
sterti að skilnaði. , Undirritaður.
86