Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 24

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 24
LÆKNAFJELAG SPEGILSINS P. 0. BOX 594 — REYKJAVÍK Reykjavík, 24. september 1927. Frk. Hólmfríður Árnaclóttir, Hjer. Háttvirta jómfrú! Vjer leyfum oss hjer með góðfúslegast, að láta ekki hjá líða að tilkynna yður, sem svar upp á heiðr- að brjef yðar, dags. 19. júní s. 1., að á hinum árlega ársfundi Læknafjelags Spegilsins, sem haldinn var hjer í borginni, með eftirfarandi átveislu, hinn 12. þ. m., var spurning yðar um kvenfatnaðarmálið tek- in til rækilegrar íhugunar, svo rækilegrar, að nefnd var sett í það, eða það í nefnd, ef það er rjettara. Nefndin skilaði samstundis áliti sínu, er þegar í stað var samþykt af fundinum, í einu hljóði — með nafnakalli. Nefndarálitið hljóðar þannig: Eftir nákvæma íhugun höfum vjer komist að þeirri niðurstöðu, að nútíma kvenbúningur hefir bæði kosti og galla. Það má hiklaust telja kost, hve víður hann er, bæði upp á hitann til að gera og eins hvað annað, sem fyrir kynni að koma. Þó væri æskilegra, að herða dálítið betur að hálsinum, þó ekki svo, að þenging hljótist af. Þá er það og kostur, hve stuttir kjólarnir eru, sjerstaklega frá fegurðarsjón- armiði, er um gildar, rosknar konur er að ræða, þær fá og við það ljettari hreyfingar og draga ekki á eftir sjer halann, svo sem hingað til hefir átt sjer stað, enda er slíkt orðið óþarft nú, síðan götuhreins- un komst í viðunanlegt horf. En þessu fylgir aftur það, að sokkarnir verða að vera fallegri en ella mundi, og hefir þetta orðið til þess að ryðja okkar innlendu kvensokkum af markaðinum, og er það illa farið. Frægur rússneskur læknir, prófessor Pilsudski, hefir skrifað doktorsritgerð sína um stuttu pils- in og þunnu sokkana, og telur hann þá heilsusamlega, og vill hann hafa allan kvenfatnað sem gagnsæj- astan, upp á vítamína sólarljóssins til að gera, og erum vjer prófessornum hjartanlega sammála um þetta atriði, og væri æskilegt að allir þátttakendur næsta ársfundar yðar yrði þannig klæddir. Hitt getur þó talist hæpið, að fylgja um of Parísarmóðnum hjer á landi, þótt glæsilegri sje, þar eð París liggur á suð- urhveli jarðar — svo sem lesa má í himingeimafræði Ágústs prófessors Bjarnasonar. Er leitt til þess að vita, að stúlkur slculi ekki sjá, að betra er að klæða sig nokkru þykkvar og eta sem því svarar minna, sjerstaklega nú á tímum, þegar eldspítuvaxtarlagið er mest í móð og maturinn dýr. En, jafnvel vjer treystumst ekki til að koma vitinu fyrir jómfrýrnar í þessu efni, og verður því að skeika að sköpuðu, þannig að þessar stúlkur, sem eru svona einþykkar, haldi áfram á þeirri braut og verði tvíbreiðar. Hvað snertir skóna, álítur skóræktarstjóri vor, að támjóu og háhæluðu skórnir hafi ýmsa ókosti fram yfir hina með lágu hælunum, og elcki munu þeir altaf hafa fallið í geð skáldum og smekkmönn- um, sbr. kvæðið: „Þar sem háir hælar — hálfan salinn fyila“. Hætt er og konum, sem á háum hælum ganga, að detta fram yfir sig, og getur það auðveldlega valdið slysum, ef ekki bana, ef t. d. skippunds- kona dansar við eitthvert karlmanns-örverpi á dansleik og dettur ofan á hann, sem alls ekki er fortak- andi á þessum kvenrjettindatímum. Um fegurð búningsins treystum vjer yður best að dæma, þótt vjer einnig á því sviði leggjum lít- ilsháttar orð í belg. Oss virðist hinn nýi búningur yfirleitt fara vel, en þó aðeins færum konum, en „kon- ur breytast eftir aldri og atvikum", eins og svo margt annað hjer í þessum syndum spilta heimi. Mikil framför væri það, ef oss tækist að finna upp einhvern normal-búning, sem gerði alt kven- fólk eins. Mundi það hafa í för með sjer minkandi vonbrigði karla í ástamálum, og auk þess er það, svo sem kunnugt er, heröskur nútímans að „standardísera“ alla skapaða hluti, og því þá ekki kvenfólkið með? Búningur þessi þyrfti fyrst og fremst að fara fyrir norðan og neðan alla tísku og vera jafn- heitur sumar og vetur, eigi má hann heldur hindra hinar margvíslegu hreyfingar líkamans, eða kreppa að hinum merkari líffærum. Vjer munum fúsir til að senda sjerfræðing vorn á næsta ársþing yðar og hjálpa til að konstrúera slíkan reiðing. Ef til vill hafið þjer ætlast til, að vjer segðum álit vort á hárinu, þótt naumast geti það talist til búnings, síðan konur hættu að geta hulið sig í hári sínu, ef í nauðirnar rak. Oss virðist stutta hárið fallegt, ef það er fallegt, en erum tilleiðanlegir að hallast að þeirri skoðun, að það sje ljótt, ef það er Ijótt. Til þess að forðast of mikinn hárvöxt í hnakkagróf, er best að klippa hárið þar með fjárklippum, en raka það ekki, því það eykur hárvöxtinn um of, og veitir auk þess rökurum atvinnu, en rakarar eru svarnir fjandmenn Spegilsins, sökum mælgi sinnar. Virðingarfylst, Kvenbúnaðarmálastjóri Spegilsins. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.