Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 143
Italíuför Hjeðirrs.
hafi verið góð afsökun fyrir marga. Allir vita, að kvenfólk um allan hinn svokallaða siðaða heim hef-
ir dregið dám af kvikmyndastjörnunum, en það hefir aftur orðið til þess, að matvörur allar hafa hríð-
fallið í verði, sbr. „bændaket" og „bændasmjör", sem altaf er öðru hvoru verið að auglýsa lágu verði í
blöðunum, og dugir ekki til.
Sem betur fer lítur svo út, sem straumhvörf sjeu að verða í þessu efni. Nýlega hefir kvikmynda-
leikkona vestur í Ameríku, að nafni Mae West, harðneitað að svelta sig, og sennilega er þetta einhver
foráttu kvenmaður, því nokkuð er um það, að fjelagið, sem hún vann hjá, hefir ekki þorað að reka
hana. En ekki er of mælt, þótt sagt sje, að sultarneitun hennar hafi vakið að minsta kosti eins mikla
athygli og setningar Lúthers, hinar 95, er hann negldi þær upp á kirkjuhurðina (og stórskemdi hurð-
ina). Það þurfti ekki annað en einhver riði á vaðið, því undir eins reis kvenfólkið í Bandaríkjunum
upp sem einn maður eða því sem næst og heimtaði að fá að jeta eins og það vildi í sig láta. Það kom
líka fljótlega í Ijós, að smekkur karlmannanna varð einmitt þeirra megin, því þeim hafði farið eins
þangað til, að enginn þorði að kveða upp úr með það, að þeim þætti kvenfólk fallegra, ef það væri að
minsta kosti í „brúkunarholdum“ eða „lokafært", eins og sagt var um hrossin hjer áður. Má því búast
við, að feitt kvenfólk fari sigurför um heiminn, en það, sem betra er, er það, að nú má búast við, að
vörur bænda hríðhækki í verði, svo þeir geti fóðrað stofurnar, sem bygðar eru upp í skuld við Bygg-
ingar- og landnámssjóð, með kreppulánabrjefum. Vonum vjer, að landsfundur bænda hafi haft vit á
því, að senda leikkonunni viðeigandi þakkarskeyti fyrir starf hennar í þágu landbúnaðarins, því þar
má búast við að hún slái jafnvel Pál Zophoníasson út. Bændaflokksmaður Spegilsins.
139