Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 30
fá fyrir forvitnum lesendum vorum, ef vjer hummuðum skepnur þessar fram af oss, keyptum vjer
nesti og ný gúmmístígvjel handa skrímslafræðingi vorum og sendum hann til þess að kíkja nánar á
þessi náttúrufyrirbrigði. Vegamálastjóri — gamall vinur vor — Ijeði oss góðfúslega snjóbílinn, að
fengnu samþykki hlutaðeigandi ráðherra, og bilaði hann aðeins fjórum sinnum á leiðinni austur að
Þverá, enda var enginn snjór á jörðu, svo alt í alt mátti heita, að ferðin gengi slindrulaust. Flóaáveitu-
nefndina höfðum vjer fengið til að gera háflóð í Þverá og leysti hún það verk, sem sín önnur, fljótt og
vel af hendi. Fræðingur vor fjekk sjer til fulltingis tvo nefndarbændur austur þar, sem sannir voru að
því, að þekkja skötu frá plokkfiski í sæmilega björtu veðri. Þessir þrír legátar vorir völdu sjer stað
við ána skamt frá Auraseli, þar er Ögmundur bjó, sá, er flesta og besta gráu kettina skar niður í vötn
þar eystra á 19. öldinni, og það svo rækilega, að grár köttur hefir ekki sjest á Suðurláglendinu alt frá
hans dögum og til þess, er Guðbrandur kaupfjelagsstjóri fór að ganga þar um eins og grár köttur. Hjer
setti fræðingur vor upp vopn sín og vísindaáhöld, en þau voru: gömul fallbyssa, sem Jörundur heitinn
skildi eftir, af því hann þurfti að flýta sjer svo mjög frá Reykjavík forðum, ennfremur stjörnukíkir, er
átt hafði Jón Árnason, og loks botnvarpa ein, sjerstaklega útbúin fyrir grunt vatn, ljeð af Júpíter. Er
þeir fjelagar höfðu legið við ána þrjá daga og jafnmargar nætur, og ekki nærst á öðru en jökulvatni,
sem þarna er að vísu óvenjulega kjarngott, tók að bera á ókyrleika nokkrum í ánni. Var stjörnukíkin-
um nú miðað og sást skepna ein flatvaxin mjög, með börðum, sem líktust mest þeim, sem eru á skötu
eða stjórnarhatti Tryggva Þórhallssonar; sáust börðin hreyfast til og frá í ánni. Var nú miðað fall-
byssunni Jörundarnaut, er áður hafði verið hlaðin dýnamíti, hrossataði og þorskroði, en fremst hafði
verið látinn silfurhnappur af Mývatnspeysu Jónasar bónda í Hriflu. Lokuðu menn nú augunum, kross-
uðu sig og hleyptu af. Skalf þá Eyjaf jallajökull og önnur nærliggjandi fjöll; en kaupfjelagið í Hall-
geirsey fór á rjettan kjöl aftur af hristingnum, en dýrið sjálft steinlá, eins og Klemens fyrir Gunnari.
Var nú brugðið við skjótt og skrokkurinn halaður í land, og kom þá í ljós, að skepnan var úr trje ger
og járnbent mjög, einna líkust stórri fjárhúshurð (Eisafjárhurð, mundi Moggi kalla það). Var hún í
skyndingi flutt til Reykjavíkur og bíður nú vísindalegs dóms á Náttúrugripasafninu. Er fræðingur vor
helst á því, að þetta sje fjárhúshurð frá Gunnari alþm. á Hlíðarenda, en Matthías fornminjavörður, er
nýlega hefir mannast mjög ytra, vill meina að það sje trollhleri úr stórútgerð Njáls bónda á Bergþórs-
hvoli. Eftir leiöarbók Skrímslafræöings Spegilsins.
ATHS.:
Það er rakalaus blekking, að fræðingur vor hafi skrifað grein þessa sjálfur, heldur hefir hann
aðeins leiðbeint oss um notkun heimilda (sbr. skýrsluna um Hnífsdalsmálið).
Posiulínshundur. ««,,
„Haföi gull á hvítu trýni; —
hundurinn var úr postulíni“.
Þingvallanefndin hefir komið með tillögu um, að láta búa
til postulíns-hund (canis postilionis) til minningar um 1000 ára
afmæli Alþingis og hins íslenska lýðveldis. Moggi telur að
þetta eigi að vera postulínsdiskur (catillus danicus), og er hel-
víti fúll-páll, sem von er. En eins og hver maður getur sjeð, er
það misskilningur hjá Mogga að halda, að svo rammíslensk
nefnd hafi látið sjer detta í hug, að koma með svo þrældanska
uppástungu, sem þessa.
Eins og allir sigldir menn vita, eru postulínsdiskar á öll-
um veggjum í hverju herbergi í danmörku, en hvergi annars-
staðar í heiminum. — Því miður hefir sambandslaganefndinni
láðst að geta þess sjerstaklega, hvort Islendingum sje heimilt
að hafa postulínsdiska í híbýlum sínum; en þar sem það er
skýrt tekið fram í sambandslögunum, að íslendingar skuli hafa
26