Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1936, Blaðsíða 11
úr vasa vorum skrautprentað samverkamannsskírteini. „Ritstjórarnir þorðu ekki sjálfir", bæt-
um vjer við, til frekari skýringar. „Nú, það var was anders; djeskotans sómasamlegt blað, Spegillinn.
Það er þá í stuttu máli sagt, að þetta fjárans bölv og ragn er orðið hreinasti þjóðarlöstur hjá okkur
Islendingum, ekki síst hjer á Landsbókasafninu. Það mun vera eina listin, fyrir utan Grænlandsrövl,
sem vjer stöndum framarlega í, á alþjóða-mælikvarða. Með þessum fyrirlestri mínum vildi jeg reyna að
kenna þessum horngrýtis þorskhausum að bölva vísindalega, en fyrsta ráðið til þess er að útskýra fyrir
þeim uppruna alls þess fjölskrúðuga orðasafns, sem vjer eigum í þessari grein málsins. Jeg hef tekið
öll nöfnin á gamla bakaranum til athugunar, og komist að þeirri niðurstöðu, að af þeim sje aðeins þrjú,
sem mega teljast officíel, það er að segja, sem myndu verða tekin í Stjórnartíðindi, firmaskrár og önn-
ur lögformleg dókúment. En öll hin eru meira eða minna gælunöfn, sem menn nota, þegar þeir vilja svo
sem eins og hafa kauða góðan. Uppruna þessara nafna hef jeg fundið af skarpleik mínum — þó jeg
segi sjálfur frá —, og hef ekki hikað við að grafa fyrir rætur þeirra í ýmsum málum, sem hjer munu
lítt kunn, svo sem miðalda-esperantó og forn-há-volapiik, ennfremur bantú-negrínsku og standard-búsk-
mennsku, auk vitanlega gjörvallra Evrópumála, eldri sem yngri. Þó er eitt nafnið þannig, að jeg þori ekki
að fullyrða um uppruna þess með vísindalegri vissu, enn sem komið er, en það er nafnið Kölski, eða,
rjettara sagt, er það í þrem myndum: Kolli-Kölli-Kölski. Guðbrandur Vigfússon meinar, að það standi
í sambandi við kol, en þá tilgátu álít jeg ótæka; maður þarf ekki annað en líta á núverandi kolaleysi,
því gamli maðurinn þekkir sína, og myndi aldrei látaslíkt viðgangast, ,ef hannrjeðinokkruumþávöru.
Nei, orðið giska jeg á, að sje skylt orðinu kollur, sbr. þegar Leirulækjar-Fúsi segir „blessaður glókoll-
urinn“ um þann hornótta". „En hvað er þá um þjóðnýtinguna á bölvinu?" spyrjum vjer. „Skiljið þjer
það ekki, bjevans þöngulhausinn, að bölv og ragn eru framleiðslutæki? (Vjer skiljum ekki). Það fram-
leiðir bölvun yfir náungann. Og þess vegna vil jeg stinga uppá því, ef þjóðnýting fer að verða almenn,
að bölvið sje þjóðnýtt líka, á þann hátt, að skipaðir sjeu sjerstakir ríkisbölvarar, sem bölvi fyrir alla
hina, en prívatmönnum sje bannað að bölva fyrir eigin reikning. Þetta er svo ofur einfalt, bara ef lög-
unum er hlýtt“. „Væri þá ekki ráð að fela þetta prestum landsins, nú þegar þeir eru alveg hættir að
hóta mönnum helvíti og kvölunum?" spyrjum vjer. „Því ekki það“, segir doktorinn, „ekki er þeirra of
mikið, þó þeir fái einhverja smá-aukagetu“. „Jæja, þakka yður nú fyrir þægilegheitin, herra doktor“,
segjum vjer, „og verið þjer nú sælir“. „0, farið þjer í galopið, sjóðbullandi, kolsvart, gapandi, hurðar-
laust ....“. (Lengra var doktorinn ekki kominn, þegar hurðin skall á hælum vorum).
Ragnar.
(Tilv. Ríkisbölvari).
Snjóbíllinn. (n 2)
Meður því að Spegillinn er eitt veðurheftugt blað,
sem allir vilja lesa, bið jeg hann fyrir línur þessar,
til þess sem flestir viti, hversu langt á leið verkfræði
er komin á voru landi og virðist vera að komast fram
úr kúnstum og kunnáttu Ameríkumanna.
Eftir að jeg heyrði að snjóbíllinn var tekinn til
starfa í vetur, fór að glaðna yfir mjer, því austur í
Flóa þurfti jeg að komast, því jeg átti þar tvö hangi-
kjötskrof, sem jeg þurfti að nálgast. Jeg tók mjer
far í bíl austur, var sæmilega nestaður af mat og
pinnaverki, þótt jeg byggist við fljótri ferð, góðri
færð eftir plóginn eða snjóbílinn, þar sem auk hans
voru um 20 manns í vinnu, honum til aðstoðar og að
dírígera bákninu.
Mjer fór ekki að lítast á, þegar jeg heyrði bílstjór-
ann tala um, að nú yrði að fara út af veginum, því
nú byrjaði brautin eftir snjóplóginn og væri hún
7