Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 34
og víst er, að Stína hefur þá ekki sparað kraftana því í heima-
hlaðinu tók hún á móti hesti og eiganda, varð þá Jóni að orði að
ekki væri á hana logið með flýtirinn og héðan af mundi hann
kalla hana „fljótu Stínu“.
Vil ég nú aftur taka upp þráðinn þegar Stína hefur ráðið sig í
Drangavík þá trúlega rúmlega tvítug. Friðrik bóndi í Drangavík
átti son er Jóhannes hét. Hann var gjörvilegur ungur maður.
Ekki veit ég hversu lengi Stína hefur verið búin að dvelja í
Drangavík þegar þau Stína og Jóhannes tóku að fella hugi sam-
an og áleit Stína sig trúlofaða Jóhannesi. Barn eignuðust þau, en
það varð aðeins nokkurra daga gamalt, mun Stína hafa syrgt það
mjög þótt hún talaði sjaldan um það.
Heimurinn er lengi samur við sig og einhvernveginn fannst
mér þegar Stína talaði um þessa hluti, að Friðrik bóndi hafi verið
mótfallinn því að Jóhannes giftist Stínu. Hefur honum sjálfsagt
fundist að þessi myndarlegi sonur hans gæti átt völ á betri
giftingu, því þrátt fyrir dugnað Stínu og trúmennsku þá var hún
rétt og slétt vinnukona, sem enga sterka aðila átti að baki sér.
Það fór þó svo að Stína dvaldi í Drangavík samfleytt í ellefu ár og
fór ekki þaðan fyrr en Jóhannes var látinn og hjúkraði hún
honum til hinstu stundar, en það var eitt meðal annars, sem
Stínu var vel gefið að annast hjúkrun sjúkra, við veikt fólk var
hún mjög nærgætin og nákvæm.
Jóhannes lést, eftir því er álitið var úr garnaflækju. Hann var
að koma heim frá því að stunda atvinnu utan heimilis sins,
sennilega sjómennsku við ísafjarðardjúp, þótt ég viti það ekki
með vissu. Hann var fárveikur er heim kom og dó eftir stutta en
kvalafulla legu. Er Jóhannes var látinn batt Stína ekki skóþvengi
sína lengur í Drangavík. Hún vistast nú í Naustvík og er þar
sennilega ein tvö ár. Faðir hennar Þorsteinn er þá einnig í hús-
mennsku í Naustvík. Þorsteinn var allsstaðar eftirsóttur því svo
hagur maður var hann, að hann þótti jafnvígur á tré og járn. Þar
á undan hafði Þorsteinn dvalið um árabil hjá Jakob Thoraren-
sen á Kúvíkum og þótt hagur Jakobs þrengdist á efri árum hans,
vildi hann aldrei missa Steina sinn eins og hann kallaði hann.
Þorsteinn og Ágúst Guðmundsson í Kjós voru miklir vinir og
32