Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 42

Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 42
Sem fyrr getur, andaðist Stína mín 16. janúar 1957. Það eru því 20 ár síðan mig langaði að festa eitthvað á blað til minningar um hana. En svona eru framkvæmdirnar, en kannske er betra seint en aldrei. Mér er einnig ljóst að þetta er engu að síður orðin nokkur frásögn frá minni eigin bernsku, en það virðist hafa komið ósjálfrátt, enda varla hægt fyrir mig að greina þar glöggt á milli. Stína mín hafði alltaf nokkra sérstöðu á Kjósarheimilinu. Hún átti alltaf sitt eigið kaffi og varð fræg um alla Víkursveit fyrir hversu gott kaffi hún lagaði, það var svo sterkt og bragðgott að mér er það enn í fersku minni. Eftir að Sveinsína og Alex- ander fluttu úr sjávarhúsinu í Reykjarfjörð og Guðmundur bróðir minn fór með þeim, lagaði Stína mín alltaf kaffi þegar Mundi kom. Hún átti líka alltaf gott kaffibrauð, sem hún geymdi í litlum veggskáp. Hún geymdi allt kaffibrauð, sem henni var skammtað ef gott var með kaffinu og gestir komu, mamma hafði það alltaf rausnarlegt. Þetta bar hún svo fram þegar Mundi kom og gladdist mjög af því að geta veitt honum svo góðar viðtökur, en hún hafði mjög mikið dálæti á honum, sem fyrr er sagt. Svo kom Guðbjörg Þorsteinsdóttir systir Stínu minnar alltaf að Kjós minnst einu sinni á ári. Þá þótti mér alltaf mjög gaman, þær löbbuðu þá oft inn í Reykjarfjörð og báðar prjónuðu þær á göngu sinni og höfðu margt að spjalla. Ég fékk að skokka með, þær voru töluvert líkar í ásýnd og Guðbjörg var hörku dugleg eins og Stína mín. Aðra systur átti Stína mín, sem ég man vel eftir, Guðrún Þorsteinsdóttir, sem var móðir Bjargar Pétursdóttur ljósmóður, sem gift er Sörla Hjálmarssyni frá Gjögri. Stína mín fór því stundum út á Gjögur að finna þær mæðgur. Hún kom þá líka stundum í Naustsvík, annað fór hún ekki út af heimilinu svo ég muni. En nú fara að gjörast stórar breytingar á Kjósarheimilinu. Þann 7. sept. 1939 andaðist faðir minn úr heilablóðfalli, þá er ég á tólfta ári. í hönd fara erfiðir tímar og miklar breytingar. Næsta vor fer Sigga systir alfarin að heiman og giftist Jóhannesi Erni Jónssyni og byrja þau búskap sinn í Fagranesi í Öxnadal. Sörli bróðir trúlofar sig og til okkar í Kjós kemur unnusta hans Sig- urbjörg Guðmundsdóttir ung og glæsileg kona, dóttir Stein- 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.