Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 80
Sigvaldi Kristjánsson kennari frá Kjörseyri í Hrútafirði féhirðir,
Torfi Guðbrandsson kennari frá Heydalsá í Steingrímsfirði rit-
ari. Magnús Guðjónsson lögmaður frá Hólmavík, Ólafur Guð-
mundsson framkvæmdastjóri frá Eyri í Ingólfsfirði, Haraldur
Guðmundsson bifreiðarstjóri frá Kollá í Hrútafirði og Björn
Benediktsson póstmaður frá Ásmundarnesi í Bjarnarfirði.
Aðaltilgangurinn með stofnun félagsins var sá, að viðhalda
kynnum milli þess fólks sem að heiman var flutt, auðvelda því að
koma saman, blanda geði og gleðjast í góðvinahópi. Ennfremur
að halda tengslum við átthagabyggðina t.d. með hópferðum
heima í héraðið.
Það má því segja, að helstu verkefni félagsins fyrstu árin væru
eingöngu bundin ýmiss konar félagsstarfsemi, einkum dans-
samkomum og skemmtifundum fyrir fólk á öllum aldri.
Ekki verður annað sagt en að þessi starfsemi gengi vel og næði
þeim tilætlaða árangri að auka kynni og samhug milli þeirra
manna og kvenna, sem annað hvort af ráðnum hug eða fyrir
tilvik örlaganna höfðu flutt byggð sína.
Þeir sem fylgt hafa aldarfjórðungsæviþræði Átthagafélags
Strandamanna og átt þar aðild að eiga án vafa margar ljúfar
minningar frá skemmtikvöldum, árshátíðum, þorrablótum,
sumarferðalögum og öðrum samskiptum við fólk, bæði innan
félagsins og heima í héraði.
Árið 1967 var stofnað ársritið Strandapósturinn. Ekki voru
allir á einu máli um þann þátt félagsstarfseminnar og sýndist
sumum sem af lítilli fyrirhyggju væri í þetta ráðist. Hér var í
byrjun um bein og aukin fjárútlát að ræða og óséð hverjar
viðtökur ritið mundi fá.
Aðrir litu svo á að ef þetta lánaðist þá væri um að ræða svo
sterkan tengilið milli byggðafólks og borgarbúa að nokkru væri
hættandi, og ennfremur að væri vel að ritinu staðið mætti halda
þar til haga margvíslegum byggðasögufróðleik, sem að öðrum
kosti væri hætta á að glataðist.
Strandapósturinn var furðufljótur að sanna tilverurétt sinn og
þó fæðingarhríðarnar hafi verið erfiðar sem hin síðari ár er þó
78