Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 54
Ingvar Agnarsson:
Færeyingar
á Djúpavík
og dansarnir
þeirra
Ég vann á Djúpavík á sumrum frá 1936 til 1939, aðallega í
verksmiðjunni, en stundum einnig í sambandi við síldarsöltun-
ina. Eitt og annað var til skemmtunar, og margt var til tilbreyt-
ingar. Margt fólk kom á vorin að sunnan og fór aftur að hausti.
Skip komu og fóru, hlaðin síld. Alltaf var mikið um að vera,
þann tíma sem starfræksla stöðvarinnar stóð yfir á hverju ári.
Allir höfðu nógu að sinna. Engum þurfti að leiðast. Samheldni
var með besta móti, meðal þessa marga fólks.
Þegar bræla var á miðum, komu færeyskar skútur stundum
inn og lögðust að bryggju. Færeyingar voru ávallt aufúsugestir,
glaðir og hógværir í allri sinni framkomu.
Eitt var það, sem mér fannst ávallt athyglisverðast og
skemmtilegast í sambandi við komu Færeyinganna til Djúpa-
víkur: Þeir fundu sér auðan blett á bryggjunni eða á uppfyll-
ingunni, mynduðu hring og stigu færeyskan dans, vikivaka, öll
skipshöfnin, og sungu færeysk þjóðkvæði og danskvæði, sem sum
voru æði löng.
Færeyskur dans er fremur einhæfur. Þátttakendur stíga eitt
spor til hægri og tvö til vinstri. Þannig mjakast allur hópurinn til
52