Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 37

Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 37
kannske um miðjar nætur, enda skeði það oft frá því ég man til mín að við börnin vorum rifin upp úr rúmunum til þess að hægt væri að skaffa þreyttum gesti góðan hvílubeð. Mamma og pabbi eignuðust þrjár dætur. Ég (sem þessar línur rita) er elst og ber nafn fyrri konu föður míns, svo og nafn mömmu. Það var stutt á milli okkar. Næst mér kemur Ágústa eftir eitt og hálft ár og síðust er Guðrún og tvö ár á milli hennar og Ágústu. Þegar Guðrún fæðist er Sveinsína eldri hálfsystir mín gift Alexander Árnasyni og farin að búa í svokölluðu sjávarhúsi, en það var lítið hús niður við sjóinn í Kjós, byrjuðu þau búskap sinn þar og átti ég margar ferðir niður Kjósarhólinn til að heimsækja Sveinsínu og þótti mikið til þess koma að vera þar gestkomandi, oftast var svo erindi það, að biðja Sveinsínu að segja mér sögu en af þeim fékk ég aldrei nóg, þegar ég svo hafði fengið þá ósk uppfyllta ásamt einhverjum trakteringum hoppaði ég ánægð til baka upp hólinn. Þar sem við systurnar fæddumst svo ótt, var útilokað að mamma gæti haft okkur allar hjá sér í sínu rúmi, ég mun því hafa verið rúmlega tveggja ára þegar ég flyt búferlum úr mömmu rúmi til Stínu minnar, enda man ég aldrei eftir mér nema í holunni fyrir ofan Stínu, get ég því með sanni sagt, að Stína var mín önnur móðir. Engin mannvera, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni hefur náð ást minni svo hreinni, sem hún, uppeld- isleg áhrif hennar á mig voru margvísleg. Mér þótti mjög vænt um pabba og mömmu og ég vissi vel að þau voru foreldrar mínir, en Stínu fannst mér ég eiga alveg út af fyrir mig og fannst mér það vera mikill styrkur, því sá var enginn einn, sem átti Stínu að baki sér. Hún gat verið ómyrk í máli ef henni þótti þess þurfa við. Oft fékk ég að heyra að ég væri í alltof miklu eftirlæti hjá Stínu. En hvað sem um það er þá var hún systrum mínum líka góð, að ég nú ekki tali um ef eitthvað amaði að þeim. Petrína móðir mín, sem bæði var góð og gáfuð kona, gerði sér það auðvitað fullljóst, að þar sem hún hafði falið mig umsjá Stínu svo unga, gat ekki hjá því farið að hún tæki við mig sérstöku ástfóstri, enda fór ég ekki varhluta af því, þó minnist ég þess aldrei að þetta ylli sundurþykkju þeirra í milli. Ég fór líka fljótt mínar eigin leiðir í 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.