Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 41

Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 41
kallar og fer að leggjast á litlar herðar með þunga sínum og ábyrgð. Ég var snemma mjög lagin við hesta og var því ekki gömul þegar farið var að láta mig sækja þá þegar á þeim þurfti að halda, svo þurfti að reka úr túnunum, færa fullorðna fólkinu mat og kaffi á engjar ef svo stóð á, hjálpa til við ávinnslu á túnum, einkum að bera á einn stað hrúgur þær, sem kölluðust afrakstur, svo var það mótekjan. I Kjós var alltaf tekinn upp mikill mór, því það var aðal eldsneytisforði heimilisins, það var mikil bakraun að grinda mó, en krakkar voru ekki færir um annað, sem því verki við kom. Karlmenn urðu að stinga hann upp og bera hann út, þótt einstaka konur gjörðu það líka, samt minnir mig að á seinni árum væri mórinn mikið keyrður út í hjólbörum. Meðan allt var unnið með handafli mátti segja að verkefnin tækju aldrei enda og er þar ólíku saman að jafna eða nú til dags, sem svo til öll útiverk eru unnin með vélum. Svo var það slátturinn, þá var allt slegið með orfi og ljá. Þar setti Stína mín kórónuna ofan á allan annan dugnað sinn, þar mátti hvaða karlmaður sem var passa sig á að hún skyti honum ekki aftur fyrir sig þótt smávaxin væri. Henni flugbeit og hún hafði ein- dæma fallegt sláttulag, svo vandvirk var hún að slá þýfi að þar var tilgangslaust fyrir aðra að ætla sér að komast til jafns við hana, var ég mjög hreykin af Stínu minni er ég horfði á hana við slátt, en það var ég nú reyndar við ýms önnur tækifæri. Það var mikið sem Stína mín lagði að mörkum til Kjósarheimilisins og ekki var kaupinu fyrir að fara, fyrir utan fæði og húsaskjól og sinn vissa sess á heimilinu. Ég held ég fari rétt með það, að hún hafi haft 60 krónur á ári, þó virtist hún alltaf sátt við lífið og tilveruna. Fólk eins og Stína mín og hennar líkar voru á margan hátt máttarstólpar heimilanna. Þetta fólk er nú löngu horfið yfir móðuna miklu og kemur aldrei aftur, en það má ekki falla í algjöra gleymsku að svona fólk var til, sjálfsagt víðar en á einum bæ. Hver mundi svo sem nú til dags fara að þræla þannig fyrir aðra fyrir sama og ekkert kaup, auðvitað hafa tímarnir breytst stórkostlega og því erfitt að gjöra samanburð á mörgu. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.