Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 63
S.G. 14 ára:
Á tækniöld, árið 2020
Nú er ég búin að lifa í 60 ár. Margt hefur breytzt síðan á
mínum ungdómsárum. Tæknin er orðin alveg gífurlega mikil.
Vélar eru notaðar við næstum því alla hluti. Fólk þarf lítið að
gera á sínu eigin heimili, nema að ýta á takka. Þetta er þægilegra
líf en í gamla daga, því neita ég ekki, en samt sem áður sakna ég
gömlu áranna.
Heima er allt sjálfvirkt, á morgnana vakna ég við það, að
rúmið, sem ég stillti inn á ákveðinn tíma kvöldið áður, lyftir mér
upp og ég fer á einskonar færibandi inn í sjálfvirka sturtu, þaðan
á færibandi inn í lítið herbergi þar sem ég klæði mig, því næst fer
ég að matarvélinni, þrýsti þar á takka, sem á stendur „Morgun-
verður“. Þegar ég hef borðað morgunverð, fer ég í kápuna, sem
lyftist af herðatrénu og ég þarf bara að rétta út handleggina og
stinga þeim í ermarnar. Þá fer ég á þotunni minni, sem að
sjálfsögðu er einkaþota bara fyrir tvo, til vinnunnar og að sjálf-
sögðu skiptir ekki miklu máli hvar maður er búsettur, því þotan
er fljót í ferðum.
Eg fer til vinnu á hverjum morgni. Ég sezt við skrifborð og
þrýsti á takka hér og þar, allt er sjálfvirkt. Eyðublöð koma á
færibandi inn á skrifborðið til mín, ég stilli sérstaklega útbúna
vél á skrifborðinu og set eyðublöðin í hana, stilli svo tölvuna,
þrýsti á takka og allt fer í gang. Eyðublöðin koma útfyllt úr
vélinni, og ég læt þau á annað færiband, sem flytur þau inn á
næstu skrifstofu, þar sem önnur stúlka tekur á móti þeim til
frekari fyrirgreiðslu.
Ég fæ vel borgað fyrir þetta, en einhvernveginn kynni ég betur
við, að vinna fjölbreyttari vinnu og fá kaup í samræmi við það.
61