Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 60

Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 60
Eg varpaði öndinni mæðulega, en minntist þá þess er pabbi hafði sagt einhvern tíma: „Þeir, sem dugur er í, kvarta aldrei.“ „Ég skal ekki kvarta, pabbi minn,“ sagði ég, og kleif rösklega upp síðasta brattann. Eg sá ofan á kýrnar af leitinu og fannst þá snöggvast að ég hefði gjarnan viljað þær lengra í burtu, svo ég gæti sagt að í mér væri einhver dugur. En allt í einu hrökk ég saman í hnút. Það barst neyðaróp að eyrum mínum. Hljóðið kom frá kúnum og mér flaug undireins í hug hann stóri boli. Eg greikkaði sporið og bráðum sá ég allan hvamminn sem kýrnar voru í. Boli velti einhverju á undan sér fram og aftur um balann og þaðan kom hljóðið. Eg ætla ekki að lýsa skelfingu minni þegar ég sá að þetta var átta ára gamall drengur frá næsta bæ. Mér kom fyrst til hugar að hlaupa heim og sækja pabba, en sá undir eins að það þýddi ekki neitt, boli yrði sjálfsagt búinn að tæta sundur drenginn áður en sú hjálp kæmi. Eg tók þvi það ráð að vaða að bola og reyna hvað ég gæti með svipunni. I fyrstu var sem boli hrykki við. Hann sleppti drengn- um, sneri sér að mér og hristi hausinn ógurlegur og myrkur á svip. Þá hefði ég líklega átt að berja hann í hausinn, en til þess skorti mig hugrekki. Ég gerði því ekki annað en garga og slá um mig með svipunni. En boli var í þeim ham að hann gat skoðað það sem storkun, enda réðist hann á mig, ég valt undireins um koll og missti svipuna. Og nú var það ég, sem var leikhnöttur hans bola fram og aftur um völlinn. Það var furða hvað hann meiddi mig lítið og þó fannst mér hann henda mér áfram með haus og löppum. Loks bar okkur að háu barði og þá tók mig fyrst að verkja undan honum, er hann hnoðaði mig við barðið. Og ég hrópaði: „Góði guð í himninum hjálpaðu mér, hjálpaðu mér!“ Og ég gaf upp alla vörn. í sömu svipan hætti boli að hnoða mig. Eg skreiddist því á fætur. En nú varð mér litið til bola, hann hafði labbað til kúnna og var hjá þeim á meðan ég skreiddist burtu. Ég var afskaplega stirð og verkjaði sáran í hægri mjöðmina. En við bola var ég ekki hrædd lengur. Ég var viss um, að guð hafði hjálpað mér og hann myndi varðveita mig. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.