Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 70

Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 70
hversu mjög Sturla bróðir minn upphóf þig og svo hið þriðja, hversu þú varst við alla hrakninga á Örlygsstöðum og sást lát frænda þinna og þeirra manna, sem þér mun aldrei úr hug ganga. Ásgrímur varðist marga vega og kænlega og kom lagagrein fyrir sig, því að hann var forvitri, fyrst með eiðum þeim, er hann hafði svarið Kolbeini, þá sagði hann, sem satt var, að hann sat í næsta lagi við Norðlendinga til að vera í fjandskap við þá. Dró Ásgrímur svo sitt mál um síðir, að hann lézt hvergi fara mundi. Þá átti Þórður tal við aðra bændur. Drógu allir sig undan, þegar þeir vissu að Ásgrímur myndi heima sitja. Ásbjörn hét maður Guðmundsson smiðs Salomonssonar. Hann var einhleypur og vaskur maður. Eigi var hann ættstór. Hann var við samtal þeirra Ásgríms og Þórðar. Hann gekk fyrir Þórð og mælti. Hverju sætir það, að þú kveður enga menn aðra til ferðar þessarar, en bændur? Viltu eigi aðra nýta? Ég vil bjóðast til ferðar með þér og ætla að vera þér meiri en einn bóndi. Fá þú mér sveit manna og mun ég reyna að krefja bændur til fylgdar við þig. Þórður tók þessu vel og fékk Ásbirni níu menn og kallaði þá gesti. Fór þá Ásbjörn út eftir Steingrímsfirði, voru þá flestir bændur burtu af bæjum sínum og höfðu farið í felur. Höfðu þeir heyrt kvitt af þessari ráðagerð kvöldið áður. En þeim er heima voru, var öllum þröngvað til að ganga í lið með Þórði. Fór Ásbjörn þar til er hann kom í Húsavík. Högni hét bóndi er þar bjó, var hann í brottu. Ásbjörn tók konu hans og hafði með sér og ætlaði að bændur myndu eftir ríða og myndi hann þannig ná fundi þeirra. Högni fékk njósn af, að kona hans var í brott tekin og fór eftir þeim Ásbirni við fjórtánda mann. Fundust þeir við heygarð nokkurn. Beiddi Högni þá, að Ásbjörn vildi láta lausa konu hans, en Ásbjörn bað þá fara með sér og færi húsfreyja þá heim. Bændur vildu það eigi og sögðu hann annars maklegan. Þá skaut Ásbjörn spjóti að Högna og fékk hann sár mikið og banvænt, en ekki varð að þeir berðust og fluttu bændur Högna heim. Á Jónsmessukvöld fyrir Flóabardaga 1244, er Þórður lá á skipum sínum undir Árnesey (Trékyllisey), kom Ásgrímur til 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.