Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 13
Kleifar í Kaldbaksvík
A Kleifum bjó Jón Pálsson, Jónssonar í Kaldbak. Hann bjó á
Kleifum frá 1849 til 1898. Kona hans var Rósa Andrésdóttir frá
Veiðileysu, Guðmundssonar. Meðal barna þeirra, var Guð-
mundur á Skarði. Meðal barna Guðmundar á Skarði voru:
1. Svanfríður kona Ingimundar frá Byrgisvík.
2. Guðrún kona Guðmundar Guðmundssonar á Kleifum á Sel-
strönd, nú í Hafnarfirði.
Eyjar
Á eyjum bjó Loftur Bjarnason (ríki), Bjarnasonar í Kaldbak og á
Ósi. Loftur bjó á Eyjum frá 1858 til æviloka 28. nóv. 1899. Kona
hans var Anna Bjarnadóttir á Eyjum, Guðmundssonar. Börn
þeirra
1. Gestur á Eyjum (barnlaus).
2. Sigríður Anna fyrri kona Guðmundar á Skarði. Börn Sigríðar
Önnu voru Loftur á Eyjum og Isafirði og Guðrún fyrri kona
Jóns Kjartanssonar í Asparvík.
Asparvík
Þar bjó Þorsteinn Eyjólfsson, Gíslasonar í Húsavík. Þorsteinn bjó
í Húsavík 1859 til 1861, í Asparvík 1863 til 1867, síðar hús-
maður á ýmsum stöðum við Steingrímsfjörð. Kona hans var
Guðlaug Grímsdóttir frá Víghólsstöðum á Fellsströnd, Guð-
mundssonar. Börn þeirra
1. Sigríður, átti Albert Jónsson, fóru til Vesturheims.
2. Jón á Gestsstöðum. Meðal barna Jóns á Gestsstöðum voru
Guðjón trésmiður á Hólmavík, Guðlaugur í Lyngholti, Jón
Bjarni á Gestsstöðum og Magnús í Arnkötludal.
Brúará.
Brúará er í eyði 1866 og 1867, nytjuð frá Eyjum.
Reykjarvík
I Reykjarvík bjó Þorbergur Björnsson, Björnssonar á Klúku í
Bjarnarfirði. Bjó í Reykjarvík 1863 til 1868, síðan húsmaður þar
11