Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 52
Enn nær stendur upp af fold,
ungur klœðalundur,
glerið skorið handar hold
hafði að beini sundur.
Þegar blessuð börnin sjá
blœða sár úr máta,
öll upp stóðu í einu þá
og af hjarta gráta.
Þeirrafaðir petta sjer,
þá í blíðu hóti,
bráðast gengur, baugaver,
börnum sínum móti.
Voða slysið síðan sjer,
sorgin náði þvinga,
strax til húsa barnið ber,
blíður sveigir hringa.
Með það sama um foldarflet
fágaða með prýði
tvo reiðhesta týgja Ijet,
tjörgubörinn fríði.
Rjett inn síðan refasœ
randaþór einn keypti,
sá í flýti suður að Bœ
söðlaljónum hleypti.
Skeifnahaukur skjótast rann
skatnar sem að hrósa
Guðmund lœkni gildur fann,
gaukur mána Ijósa.
Sá er mjög tilfrœgða fús,
fleinaþór, að vonum.
Lœknir nú enn nýráðshús
norður reið með honum.
Langa kvöl sá linaði,
lundur móins heiða.
Sár upp skar og saumaði
saman enda breiða.
Og nú greinir öldin stór,
jeg í Ijóðum segi,
þessi ungi álmaþór
er á bata vegi.
Læknir þaðan lipur reið,
listum mörgum búinn.
Aðrar frjettir, fresta heið
fer að greina lúinn.
Giftist frœgur fleinsbaldur,
flestir lýðir hrósa,
Guðmunds niður Guðmundur,
grundu marar Ijósa.
Margur þangað þófajór
þandi á sljettum völlum.
Stoltur bauð nú stálaþór
stórhöfðingjum öllum.
Staupasjáinn þambar þjóð
þar með geði ríku.
Víst tvo daga veislan stóð,
var nú gleði að slíku.
50