Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 28
ástæðna, svo sem fótstærðar, mismunandi skóslits eftir starfi
hvers og eins, ferðalaga og þess háttar, það sem þá var eftir af
húðinni var sniðið á unglinga eftir aldri og fótstærð, var að
lokum ekkert eftir af húðinni nema skankar, sem notaðir voru í
bætur, á skæðin var skrifuð með krít lengd skæðisins í þuml-
ungum og mátti þá strax sjá hverjum af heimilisfólkinu þau voru
ætluð. Konur gengu venjulega á sauðskinnsskóm, en það skal
tekið fram, að það sama gilti um sauðskinnsskó og leðurskó, að
þeir voru bættir á meðan hægt var. Skrápskóm, roðskóm og
hveljuskóm var fleygt þegar göt voru komin á þá.
Þvengir og ristarbönd voru venjulega sett á leðurskó, þveng-
irnir voru festir í hælinn og bundið fram yfir legginn, ristarbönd
voru yfir ristina og voru vörpin dregin saman að fætinum svo
snjór og ýms óhreinindi færu ekki niður í skóna.
Enn einn fótabúnaður var algengur áður fyrr, en það voru
skinnsokkar, þeir voru vatnsheldir og náðu upp að hnjám. I
skinnsokka var venjulega valið gott sauðarskinn, það var rökuð
af því ullin og skinnið hert, að vetrinum voru skinnin tekin og elt,
var það gert í til þess gerðu áhaldi, sem til er á flestum byggða-
söfnum.
Skinnsokkar voru saumaðir á annan hátt en venjulegir skinn-
skór, sérstaklega gert áhald var notað við að sauma skinnsokka,
rendurnar á skinninu er sauma átti saman voru lagðar jafnar og
milli þeirra renningur úr mjúku eltiskinni, þvínæst voru þær
settar í áhaldið og armar er voru á þessu áhaldi þrýstust utan að
skinninu og héldu því föstu, smá rönd af skinninu stóð upp fyrir
armana, nægilega breið til að sauma rendurnar saman. Venju-
lega var notað seymi til að sauma skinnsokka, því það var bæði
mjög sterkt og fúnaði ekki. Seymi eru afltaugar eða sinar úr
hvölum og má taka það sundur í næstum eins granna þræði og
hver vill, notaður var grannur síll og honum stungið gegnum
rendurnar á skinninu er stóðu upp fyrir armana á áhaldinu,
þvínæst var seymisendunum stungið í gegnum gatið frá báðum
hliðum þannig, að á bilinu milli gata lá seymið utan á skinninu
og herti að því, svo saumurinn varð alveg vatnsheldur, þegar
þurfti að hnýta seymisenda saman, var snúið ofurlitlu af ull á
26