Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 61

Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 61
Ég fór nú að hyggja að drengnum. Þarna lá hann á sama stað í hvamminum blóði storkinn með fötin flakandi og sundur tætt. Ég gekk til hans, laut niður að honum og nefndi nafn hans. Hann leit upp. Það var því líkast, sem hann vaknaði af dvala. Ég held að hann hafi ekki þekkt mig. „Hefurðu meitt þig mikið,“ spurði ég. Hann ansaði engu en brölti á fætur og haltraði af stað og stefndi heim til sín. „Komdu heim með mér,“ sagði ég, „það er styttra.“ „Nei,“ sagði hann stuttur í spuna og hálfkjökrandi. Svona héldum við ofan hvamminn. Ég bauð honum margt og bað hann margs, en alltaf svaraði hann með sínu stutta neii. Við vorum komin fram á hvammsbrúnina. Þá tók við brött mel- brekka niður í ána og yfir hana lá leiðin heim til drengsins. En þá fékk hann allt í einu ákafa uppsölu og við það var sem hann vaknaði til fullrar meðvitundar. Og nú var hann fús á að fara heim með mér. „Ég er svo máttlaus,“ stundi hann. Þá sá ég hvar hestarnir voru út með ánni ekki alllangt burtu. „Bíddu hérna á meðan ég næ í Grána gamla,“ sagði ég. Gráni var mesta þægðarskepna. Að stundarkorni liðnu kom ég aftur þeysandi á honum. Og beizlið var sokkaböndin mín og kjólbeltið sem ég hafði hnýtt saman. Eg reið að hárri þúfu og þar brölti drengurinn á bak. Ég fór á lend og ætlaði að sitja þar á meðan drengurinn færi á bak fyrir framan mig, en hann kom þá eitthvað við mig svo ég rann aftur af klárnum. En hvað gerði það til, Grána kom ekki til hugar að slá mig og svo notaði ég bakþúfuna líka. Við komumst bæði á bak og heim var haldið en þó ekki hraðara en fetið. Mamma kom út á hlað þegar við riðum heim tröðina. „Hvað hefur komið fyrir Anna mín?“ sagði hún fast og rólega að vanda, en litverp. Ég sagði henni frá viðureigninni við bola, og ætlaði víst ekki að draga neitt undan. En mamma mátti þá ekki vera að hlusta á alla söguna, og er hún hafði kynnt sér það að ég væri rólfær, tók hún Nonna (svo var drengurinn kallaður) af baki og bar hann inn í bæ. Pabbi fór undireins eftir foreldrum drengsins, og að vörmu spori komu þau hrædd og þakklát í senn. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.