Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 68

Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 68
meðal þeirra Brandur og Ingimundur er bjuggu á Reykhólum. Kona Bergþórs hét Helga Ásgrímsdóttir. Helga átti barn framhjá manni sínum, með Bárði Snorrasyni bróður Þorvaldar í Vatnsfirði. Út af því urðu miklar deilur og tók Snorri Sturluson þátt í þeim með frændum sinum. Af þessu urðu vígaferli og eltu þar hvorir aðra til skiptis, þeir Jónssynir og Þorvaldur í Vatnsfirði bróðir Bárðar, en Þorvaldur var meiri valda- og ofsamaður og gátu Jónssynir ekki setið að búum sínum meðan veldi hans var sem mest. Þorvaldur var brenndur inni árið 1228, en Jónssynir stóðu ekki fyrir því. Bergþór prestur kom nokkuð víða við sögu, þó þess verði ekki getið hér, hann dó á Stað árið 1232. Ásgrímur Bergþórsson tók við búi föður síns á Stað, en flutti brátt að Kaldrananesi (Kallaðarnesi) og bjó þar til æviloka. Þó er vitað, að hann býr á Stað árið 1234, það ár 1234, fékk hann bréf, er sagt var, að væri frá Oddi Álasyni á Eyri í Arnarfirði og Þórdísi Snorradóttur og var á bréfinu kveðjusending frá þeim til Ásgríms, en efni bréfsins var, að þau öll saman skyldu geyma ríkis Sturlu með ráði Sighvats og setjast að Órækju Snorrasyni, þau að vestan, en hann að norðan, svo að Órækja kæmi engu fram. Svo vitur var Ásgrímur, að hann mun hafa séð að bréfið var falsað og vildi ekki blanda sér í málið. Hann sendi bréfið til Órækju, en er hann sá bréfið taldi hann það fjörráð við sig. Órækja fór þá vestur í Grunnavík og átti fund með Grunnvík- ingum og fóru hvorutveggja fjölmennir að Eyri í Arnarfirði, brenndu bæinn og drápu Odd Álason. Síðar komst í hámæli að Grunnvíkingar hefðu látið gera bréf það er kom til Ásgríms. Ásgrímur var oft í herferðum með Órækju frænda sínum og oft nauðugur, meðal annars var hann með honum er Órækja dró her að föður sínum Snorra i Reykholti, en Loftur biskupsson og Þorleifur úr Görðum komu á sættum milli þeirra feðga og mun Ásgrímur hafa staðið að sáttagerðinni með þeim. Ásgrímur var með Sturlu Sighvatssyni i Bæjarbardaga. Þegar Sturla Sighvatsson safnaði liði til norðurferðar, fyrir Örlygs- staðabardaga 1238, sendi hann menn til Ásgríms, að hann skyldi 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.